Ráðstefna um opin vísindi

Samtökin Science Europe skipuleggja ráðstefnu um opin vísindi  18. – 19. október nk. Ráðstefnan er bæði staðbundin og í streymi frá Brussel.

Tímapunkturinn nú er mikilvægur: COVID-19 heimsfaraldurinn hefur lagt áherslu á mikilvægi opinna rannsókna og samvinnu og nokkrar nýlegar skýrslur hafa knúið áfram innleiðingu stefnu um opin vísindi (Open science) og nauðsyn þess að ræða sameiginleg gildi, grundvallargildi og staðla. Þar á meðal er lokaskýrsla Open Science Policy Platform (2020) og Recommendation on Open Science (2021) UNESCO (2021) UNESCO.

Á ráðstefnunni verður veitt ítarlegt yfirlit yfir núverandi stefnumótun, umbætur á rannsóknarmati og fjárhagslegar ráðstafanir sem styðja við umskiptin yfir í opin vísindi. Horft verður fram á við og hugað að nýjum straumum.

      • Opin vísindi og samfélag – jöfnuður
      • Opinn aðgangur  að öllum tegundum rannsókna
      • Þróun rannsóknarmats og matsaðferða
      • Aðgangur að og notkun innviða í opnum rannsóknum
      • Opnar vísindastefnur

Lesa áfram „Ráðstefna um opin vísindi“

Nýr sjóður fyrir OA útgáfu í Háskólanum í Cambridge

Háskólinn í Cambridge hefur stofnað nýjan sjóð til að styrkja rannsakendur við skólann til að gefa út rannsóknarniðurstöður sínar í opnum aðgangi, hafi þeir ekki aðgang að öðrum fjárhagslegum stuðningi. Þannig geta vísindamenn notað sjóðinn til að greiða svokölluð APC gjöld (article processing charge) ef nauðsyn krefur, fyrir rannsóknir sínar í tímaritum sem veita opinn aðgang.

Anne Ferguson-Smith, prófessor við Háskólann í Cambridge:

„Þetta er mikilvægt skref í að tryggja að allir vísindamenn háskólans í Cambridge geti valið gullnu leiðina í opnum aðgangi. Við erum stolt af stofnun þessa sjóðs sem mun einkum nýtast fræðimönnum snemma á starfsferli sínum sem og öðrum fræðimönnum í háskólanum sem ekki eiga rétt á slíkum stuðningi frá öðrum styrkveitendum.“

Sjá nánar: A new institutional open access fund for the University of Cambridge.

Hvíta húsið og opinn aðgangur

Fréttir varðandi opinn aðgang frá Hvíta húsinu í Washington:

Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 uppfærði skrifstofa vísindi og tækni Hvíta hússins stefnu sína um niðurstöður rannsókna. Nú þarf strax að gera niðurstöður rannsókna sem studdar eru af almannafé aðgengilegar bandarískum almenningi án birtingatafa (embargo) og kostnaðar.

Allar stofnanir hins opinbera munu innleiða þessar uppfærðu leiðbeiningar að fullu og þar með binda enda á 12 mánaða birtingatöf (sem var valkvæð), eigi síðar en 31. desember 2025.

Í þessu samhengi er vitnað er til orða Bidens Bandaríkjaforseta frá 2016 þegar hann var varaforseti:

“Right now, you work for years to come up with a significant breakthrough, and if you do, you get to publish a paper in one of the top journals, For anyone to get access to that publication, they have to pay hundreds, or even thousands, of dollars to subscribe to a single journal. And here’s the kicker — the journal owns the data for a year. The taxpayers fund $5 billion a year in cancer research every year, but once it’s published, nearly all of that taxpayer-funded research sits behind walls. Tell me how this is moving the process along more rapidly.”