Rafrænar bækur í opnum aðgangi á leitir.is

Í gagnagrunn leitir.is er búið að bæta við meira en 19 þúsund ritrýndum rafbókum hjá DOAB – Directory of Open Access Books í opnum aðgangi. Meðal útgefenda eru fræðafélög, háskólaútgáfur og viðurkenndir úgefendur vísindaefnis. Hægt er að hlaða niður einstökum bókaköflum eða rafbókinni í heild sinni.

Hlutverk DOAB, er að gera ritrýndar, akademískar rafbækur í opnum aðgangi sýnilegar og aðgengilegar. DOAB er á vegum OAPEN stofnunarinnar og er hýst í Landsbókasafninu í Hague. DOAB er styrkt af útgáfunum; BRILL, Springer Nature og De Gruyter en í gagnasafni DOAB eru rafbækur frá fleiri útgefendum og þar á meðal háskólaútgáfum og fræðafélögum. DOAB vann IFLA/Brill Open Access award 2015.

Réttindi höfunda við gerð útgáfusamninga

Þegar höfundur skrifar undir útgáfusamning við útgefanda vísindaefnis er hefðbundna leiðin sú að yfirleitt er klausa í samningnum þar sem höfundur afsalar sér að hluta eða öllu leyti höfundarrétti til útgefandans.  Þetta gerir það að verkum að höfundur hefur ekki leyfi til að birta grein sína þar sem hann vill t.d. í varðveislusafni eða nota á heimasvæði námskeiðs í sinni eigin kennslu.  SPARC (alþjóðleg samtök sem berjast fyrir opnari vísindum) gáfu nýlega út leiðbeiningar fyrir höfunda um réttindi sín og mikilvægi þess að afsala sér ekki höfundarrétti þegar skrifað er undir útgáfusamninga. Afskaplega mikilvægt tæki fyrir höfunda að hafa að leiðarljósi þegar gerðir eru útgáfusamningar og fyrir opnara aðgengi að vísindaefni.

Erindi um opinn aðgang – Breytingar á birtingum fræðilegra skrifa

Erindi um opinn aðgang – Breytingar á birtingum fræðilegra skrifa: þróun á Norðurlöndum – Nina Karlstrøm (Head of Section for License Agreements and Open Access at Unit Norway)

Mánudaginn 13. maí mun Nina Karlstrøm flytja erindi um opinn aðgang (open access) á vegum NOS-HS.

NOS-HS er samstarfsvettvangur í hug- og félagsvísindum á vegum fjármögnunaraðila rannsókna á Norðurlöndunum.

Erindið verður haldið í fyrirlestrarsal Landsbóksafns Íslands – Háskólabókasafns (Þjóðarbókhlöðu) mánudaginn 13. maí kl.12:00-13:00.

Erindið nefnist: Breytingar á birtingum fræðilegra skrifa: þróun á Norðurlöndum  (The changing landscapes of academic publications and where the Nordic countries are heading in that respect)  

Nina Karlstrøm er yfir samninganefndinni sem gerði nýlega svokallaðan „Publish & read“ samning við útgáfurisann Elsevier.

Erindið er opið öllum.

Sjá vðburð á Facebook: https://www.facebook.com/events/413360589247758/