Opinn aðgangur vs. opið á netinu

Opinn aðgangur (e. Open Access) þýðir í raun tvennt.  Efnið er opið á netinu án endurgjalds fyrir notandann og það eru skýrar aðgangs-/höfundarréttarheimildir sem fylgja með efninu (gjarnan CC leyfi). Seinna atriðið er afar mikilvægt þar sem það tryggir að efnið er opið á netinu um ókomna tíð samkvæmt leyfinu.

Efni sem er opið á netinu getur verið opið af ýmsum ástæðum. Það er opið án aðgangs/höfundarréttarheimilda, það er tímabundið opið eða búið er að borga fyrir að það sé opið á ákveðnum IP tölum (t.d. í gegnum Landsaðgang eða annarskonar rafrænar áskriftir). Enginn trygging er fyrir því að efnið verði opið í framtíðinni.

Hvað varðar Landsaðgang og rafrænar áskriftir væri nær að kalla það keyptan aðgang þar sem búið er að kaupa aðgang fyrir notendann að efninu og því er aðgangur ekki ókeypis.  Landsaðgangur kostar t.a.m. íslenska ríkið í kringum 200 milljónir ár hvert (sjá nánar Landsaðgangur, ársskýrslur).

Opinn aðgangur er alltaf gjaldfrjáls fyrir notandann.

Vika opins aðgangs 2020 – Greinar

Vika opins aðgangs var haldin í 13. skipti í síðustu viku. Háskólabókasöfn á Íslandi ákváðu að vinna saman þetta árið og skrifaðar voru fimm ólíkar greinar um opinn aðgang sem birtust allar á Kjarnanum dagana 19-23. október:

Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands reið á vaðið og skrifaði um skort á stefnu frá stjórnvöldum um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum:

#HvarerOAstefnan?

Lesa áfram „Vika opins aðgangs 2020 – Greinar“

Vika opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október

http://openaccessweek.org/

Alþjóðleg vika opins aðgangs verður haldin nú í október í 13. skiptið. Þema vikunnar í ár er: „Open with Purpose: Taking Action to Build Structural Equity and Inclusion“ eða „Opnun með tilgangi: Grípum til aðgerða og byggjum upp jafnræði og sanngirni.

Eins og staðan er í heiminum í dag er aðgangur að þekkingu að miklu leyti háður fjármagni og ríkari þjóðir hafa betri aðgang en þær sem fátækari eru. Þemað í ár dregur athyglina að þessu.

Lesa áfram „Vika opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október“