Vika opins aðgangs 2020 – Greinar

Vika opins aðgangs var haldin í 13. skipti í síðustu viku. Háskólabókasöfn á Íslandi ákváðu að vinna saman þetta árið og skrifaðar voru fimm ólíkar greinar um opinn aðgang sem birtust allar á Kjarnanum dagana 19-23. október:

Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands reið á vaðið og skrifaði um skort á stefnu frá stjórnvöldum um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum:

#HvarerOAstefnan?

Lesa áfram „Vika opins aðgangs 2020 – Greinar“

Vika opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október

http://openaccessweek.org/

Alþjóðleg vika opins aðgangs verður haldin nú í október í 13. skiptið. Þema vikunnar í ár er: „Open with Purpose: Taking Action to Build Structural Equity and Inclusion“ eða „Opnun með tilgangi: Grípum til aðgerða og byggjum upp jafnræði og sanngirni.

Eins og staðan er í heiminum í dag er aðgangur að þekkingu að miklu leyti háður fjármagni og ríkari þjóðir hafa betri aðgang en þær sem fátækari eru. Þemað í ár dregur athyglina að þessu.

Lesa áfram „Vika opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október“

Glærur frá málþingi um opinn aðgang 15. nóvember 2019

Vísindafélag Íslands stóð fyrir málþingi um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum þann 15. nóvember síðastliðinn. Haldin voru þrjú erindi á málþinginu og má nálgast glærur þeirra hér fyrir neðan:

Sara Stef. Hildardóttir – í vinnslu

Sigurgeir Finnsson – Opinn aðgangur: útgáfa, kostnaður og aðgangur að fræðigreinum

Sigurbjörg Jóhannesdóttir – Hönnun opinnar rannsóknarmenningar

Upptaka frá málþinginu