Ný bók um Plan S

Búið er að gefa út bók um Plan S – áætlun frá  alþjóðlegu bandalagi rannsóknasjóða og styrktaraðila sem kynnt var í september 2018 og þótti bæði djarft og mikilsvert framtak. Bókin er að sjálfsögðu í opnum aðgangi:

Smits, R.-J., 2022. Plan S for Shock. London: Ubiquity Press. DOI: https://doi.org/10.5334/bcq

Í bókinni færir höfundur áætlunarinnar, Robert-Jan Smits, sannfærandi rök fyrir opnum aðgangi og opinberar í fyrsta skipti hvernig hann hófst handa við að gera þessa umdeildu áætlun að veruleika og þær áskoranir sem á vegi hans urðu. Hann heldur því fram að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi afhjúpað hversu ósjálfbær hefðbundin fræðileg útgáfa er í raun og veru. Lesa áfram „Ný bók um Plan S“