USA: Árið 2023 er tileinkað opnum vísindum

The Year of Open Science

Þann 11. janúar sl. tilkynnti Hvíta húsið ásamt 10 bandarískum alríkisstofnunum  og bandalagi rúmlega 85 háskóla ásamt fleiri stofnunum – að árið 2023 yrði ár opinna vísinda.

Á árinu 2023 verður fagnað ávinningi og árangri opinna vísinda. Markmiðið er að hvetja fleiri vísindamenn til að tileinka sér opin vísindi. Árangur árs opinna vísinda mun byggja á samstarfi við einstaklinga, teymi og stofnanir sem eru tilbúin að umbreyta menningu vísinda og halda á lofti bæði þátttöku og gagnsæi.

Sett hafa verið fram fjögur markmið

  • Þróa  og móta stefnu fyrir opin vísindi
  • Bæta gagnsæi, heilindi og sanngirni í umsögnum (reviews)
  • Taka tillit til opinnar vísindastarfsemi í mati
  • Auka þátttöku hópa samfélagsins sem hafa átt undir högg að sækja varðandi framgang opinna vísinda

Lauslega þýtt og byggt á tilkynningu frá NASA:
Guide to a Year of Open Science.