COVID rannsóknir opnar – en hversu lengi?

Covid research articles and paywallsSumir halda því fram að vísindagreinar sem gerðar voru aðgengilegar ókeypis meðan á heimsfaraldrinum stóð séu að einhverju leyti að hverfa á bak við gjaldveggi (e. paywalls). Svo virðist þó ekki vera – ennþá…

Í upphafi COVID-19 heimsfaraldursins brugðust útgefendur vísindatímarita skjótt við og gerðu rannsóknir sem tengdust faraldrinum aðgengilegar ókeypis – tímabundið að minnsta kosti. Rannsóknir í tengslum við sjúkdóminn eða vírusinn SARS-CoV-2 yrðu ókeypis „að minnsta kosti meðan faraldurinn varir,“  eins og fram kom í yfirlýsingu útgefenda áskriftatímarita 31. janúar 2020, einungis degi eftir að  Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að nýi kórónaveirufaraldurinn væri bráð ógn við lýðheilsuna sem varðaði þjóðir heims.

Nú er heimsfaraldurinn á þriðja ári og fregnir berast um að nú líði að lokum ókeypis aðgangs að COVID-19 rannsóknum. Ef svo er, bendir það til þess að útgefendur hafi ákveðið að COVID-19 neyðarástandinu sé lokið áður en heilbrigðisyfirvöld heimsins hafa gert það. En er svo í raun?

Richard Van Noorden, ritstjóri hjá tímaritinu Nature kynnti sér málið. (Þess má geta að fréttateymi Nature er ritstjórnarlega óháð Springer Nature, útgefanda þess.) Lesa áfram „COVID rannsóknir opnar – en hversu lengi?“

Í tilefni alþjóðlegrar viku opins aðgangs 24. – 28. október 2022

LoftslagsréttlætiNú stendur yfir alþjóðleg vika opins aðgangs, 24. – 28. október.

Að þessu sinni er þema vikunnar „loftslagsréttlæti“ (e. Climate Justice). Landvernd skýrir hugtakið á þessa leið:

Hugtakið loftslagsréttlæti gefur til kynna að loftslagsmál eru ekki bara umhverfismál, heldur verður baráttan við loftslagshamfarir alltaf að taka mið af mannréttindum, félagslegu réttlæti og jafnrétti kynja.

Opinn aðgangur varðar okkur öll – hagsmuni okkar allra. Krafan um að allir hafi aðgang að niðurstöðum rannsókna sem studdar eru af opinberu fé verður sífellt háværari. Ekki eingöngu á tímum COVID, ekki eingöngu „spari“ heldur alltaf.

Sjá grein í tilefni viku opins aðgangs: Hvíta húsið, UNESCO og endurbætt rannsóknamat.

Fjölmargar bækur, tímarit og greinar eru nú í opnum aðgangi

Að þessu sögðu er vert að hvetja yngri sem eldri rannsakendur, doktorsnema, upplýsingafræðinga og almenning til að kynna sér efni þessa vefs, opinnadgangur.is. Rannsakendur ættu sérstaklega að huga að eftirfarandi:

Paywall - the business of scholarshipLoks er tilvalið að skyggnast bak við tjöldin og skoða heimildamyndina Paywall: The Business of Scholarship. Myndin leggur áherslu á þörfina fyrir opinn aðgang að rannsóknum og vísindum. Í henni er dregið í efa réttmæti þeirra mörgu milljarða dollara á ári sem renna til akademískra útgefenda í hagnaðarskyni.

 

Science Europe: Conference on Open Science 18. og 19. október 2022

Hin árlega ráðstefna Science Europe, Conference on Open Science. verður haldin dagana 18. og 19. október 2022.

Ráðstefnunni er ætlað að leiða saman leiðtoga innan stofnana, vísindamenn/rannsakendur á öllum stigum síns ferils og sérfræðinga á þessu sviði.  Vert er að hvetja alla þá sem hafa áhuga á þessum málum að fylgjast með.

Skráning er ókeypis og verður ráðstefnunni streymt í beinni frá Brussel.

Efni ráðstefnunnar má setja fram í tveimur spurningum:

    • Erum við tilbúin að innlima opin vísindi sem viðtekna venju í rannsóknum
    • Hvernig tryggjum við að það verði sanngjörn umskipti?

Til að leita svara við spurningunum mun ráðstefnan veita yfirgripsmikið yfirlit yfir hagnýt og stefnumótandi frumkvæði á sviði opinna vísinda; fjallað verður um umbætur á mati á rannsóknum og fjármálaaðgerðir sem styðja við umskipti yfir í opin vísindi. Einnig verður horft fram á við til nýrra strauma og stefna.

Hér má finna dagskrá ráðstefnunnar.