Rannsóknargögn og framtíðin

Í greininni Formatting the Future: Why Researchers Should Consider File Formats eftir Dr Kim Clugston, Research Data Coordinator, OSC og
Dr Leontien Talboom, Technical Analyst, Digital Initiatives, er fjallað um mikilvægi þess að gera rannsóknargögn opin og tryggja langtíma varðveislu þeirra svo nýta megi þau í framtíðinni.

Vísindamenn standa frammi fyrir miklum áskorunum sem felast í að varðveita rannsóknagögn og minnka hættuna á að úreltur hugbúnaður og vélbúnaður geri gögnin að lokum óaðgengileg.

Lögð er áhersla á gildi opinna skráarsniða og vísindamönnum bent á að senda gögn sín einungis til traustra gagnasafna. Með því að huga vel að þessu er hægt að tryggja aðgengi komandi kynslóða.

Lesa nánar.

*Mynd: Jørgen Stamp,  Creative Commons Attribution 2.5 Denmark 

Vefkynning 29. maí 2024: Supporting the transition to Open Science

Titill vefkynningar:
Supporting the transition to Open Science. How Web of Science can support the discovery and monitoring of Open Access Publications.

Dags:
Miðvikudaginn 29. maí kl. 10 CET (kl. 08:00 að íslenskum tíma)
Skráning: https://clarivatesupport.webex.com/weblink/register/rd4082788a66da8354e28ec21507c8ea5 

Abstract
Mandates from funders and national guidelines for Open Science are increasing the need for research publications to be published in open access sources. Stakeholders in research are increasingly required to monitor OA publishing and ensure compliance with OA goals. Web of Science Core Collection is positioned to support the monitoring of OA
publishing mandates. Being the only publisher-neutral database with highly curated research literature content, the database permits the discovery and monitoring of credible Open Access (OA) publications and provides links to free full-text via the publisher’s website or trusted repositories.

OA in the Web of Science Core Collection:

Lesa áfram „Vefkynning 29. maí 2024: Supporting the transition to Open Science“

Þrjár einfaldar leiðir til að þróa stefnu um opin vísindi

Dr. Heidi Sebold og Sander Bosch hafa sett saman leiðbeiningar/tillögur varðandi hvernig má þróa stefnu um opin vísindi fyrir stofnanir. Leiðbeiningarnar urðu til í vikulangri vinnustofu (Open Science Retreat 2024)  um opin vísindi í byrjun apríl 2024 í Hollandi.

      1. Þróa stefnu um afraksturinn  fyrst og sameina hana stefnu um opin vísindi síðar.
      2. Stefna snýst um „hvað“ og „afhverju“. „Hvernig“ á heima annars staðar, t.d. í leiðbeiningum.
      3. Ekki byrja á stefnunni sjálfri, heldur á leiðbeiningunum.

Um nánari útfærslu á þessum þremur tillögum má lesa hér:
Three simple rules for creating Open Science Policies.

Dr. Heidi Sebold er frumkvöðull á sviði opinna vísinda og sjálfstæður rannsakandi.
Sander Bosch er umsjónarmaður opinna vísinda við Vrije Universiteit, Amsterdam.