Opin vísindi við Stanford háskóla – vert að vita

Russell Poldrak á skrifstofu sinni með nemanda. Mynd úr greininni.

Í greininni 7 things to know about open science at Stanford fjalla Russell Poldrack, Zach Chandler, and Francesca Vera um aðferðir opinna vísinda við Stanford og hvernig þær eru að breyta háskólaumhverfinu.

“Making science more transparent and reproducible was our goal because, broadly, I believe it makes science better,” said Poldrack. While he’s been working on efforts like this in neuroscience through the Center for Reproducible Neuroscience for years, a recent boom in open science practices happened just four years ago – during the rise of the COVID-19 pandemic.

Chandler pointed to how scientists, in the search for a vaccine, pooled together their scientific findings and shared their data, leading to record-breaking times in developing a vaccine.

Nánar um þetta  í greininni sjálfri.

Val á tímariti fyrir rannsóknaniðurstöður: Gátlisti

Í greininni Choosing a journal for your research: Checklist for researchers and librarians eru góðar leiðbeiningar fyrir bæði rannsakendur og upplýsingafræðinga um hvernig best sé að velja viðeigandi tímarit fyrir rannsóknaniðurstöður.

Val á tímariti er mikilvægt mál fyrir rannsakendur sem bæði vilja tryggja tímanlega og víðtæka miðlun rannsóknaniðurstaðna sinna sem og að uppfylla kröfur sem stofnanir þeirra og/eða styrkveitendur gera um birtingu.

Gátlistinn byggir á Diamond OA Standard (DOAS), staðli sem þróaður er af Developing Institutional Open Access Publishing Models to Advance Scholarly Communication (DIAMAS) verkefninu, og Think Check Submit (Hugsaðu – kannaðu – sendu inn) gátlistanum.

Nánar hér: Choosing a journal for your research: Checklist for researchers and librarians.

Hvernig er hægt að birta í opnum aðgangi þegar birtingagjöld eru of há?

Barnalæknir spyr í tímaritinu Nature 2. september 2024:
How can I publish open access when I can’t afford the fees?

Mynd: By Damián Navas is licensed under CC BY-NC-ND 2.0

„Ég er barnalæknir í Suður-Afríku. Á síðasta ári var okkur samstarfsfólki mínu boðið að senda inn ritstjórnargrein í tímarit í læknisfræði. Okkur fannst að greinin, sem fjallaði um störf lækna við þröngar aðstæður, ætti að birta í opnum aðgangi þar sem hún veitir upplýsingar sem heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn í Afríku sunnan Sahara þurfa að vita. Vandamálið er að birtingagjaldið fyrir að birta í opnum aðgangi í því tímariti er 1.000 Bandaríkjadalir, sem er meira en flestir læknar fá í laun á mánuði, til dæmis í Úganda. Nú erum við ekki viss um hvort við getum haldið áfram með greinina. Eru einhver úrræði eða fjármunir í boði fyrir höfunda í lágtekjulöndum til að standa straum af OA-birtingagjöldum?“

Þetta er auðvitað í hnotskurn vandamál sem margir vísindamenn standa frammi fyrir, bæði í lágtekjulöndum og víðar. Í greininni kemur fram að skv. rannsókn sem birt var 2023 er meðalkostnaður við að birta grein í opnum aðgangi um 1400 dollarar.

Nature hafði samband við þrjá rannsakendur sem veittu ráð í þessum efnum:
Lesa áfram „Hvernig er hægt að birta í opnum aðgangi þegar birtingagjöld eru of há?“