Val á tímariti fyrir rannsóknaniðurstöður: Gátlisti

Í greininni Choosing a journal for your research: Checklist for researchers and librarians eru góðar leiðbeiningar fyrir bæði rannsakendur og upplýsingafræðinga um hvernig best sé að velja viðeigandi tímarit fyrir rannsóknaniðurstöður.

Val á tímariti er mikilvægt mál fyrir rannsakendur sem bæði vilja tryggja tímanlega og víðtæka miðlun rannsóknaniðurstaðna sinna sem og að uppfylla kröfur sem stofnanir þeirra og/eða styrkveitendur gera um birtingu.

Gátlistinn byggir á Diamond OA Standard (DOAS), staðli sem þróaður er af Developing Institutional Open Access Publishing Models to Advance Scholarly Communication (DIAMAS) verkefninu, og Think Check Submit (Hugsaðu – kannaðu – sendu inn) gátlistanum.

Nánar hér: Choosing a journal for your research: Checklist for researchers and librarians.

Hvernig er hægt að birta í opnum aðgangi þegar birtingagjöld eru of há?

Barnalæknir spyr í tímaritinu Nature 2. september 2024:
How can I publish open access when I can’t afford the fees?

Mynd: By Damián Navas is licensed under CC BY-NC-ND 2.0

„Ég er barnalæknir í Suður-Afríku. Á síðasta ári var okkur samstarfsfólki mínu boðið að senda inn ritstjórnargrein í tímarit í læknisfræði. Okkur fannst að greinin, sem fjallaði um störf lækna við þröngar aðstæður, ætti að birta í opnum aðgangi þar sem hún veitir upplýsingar sem heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn í Afríku sunnan Sahara þurfa að vita. Vandamálið er að birtingagjaldið fyrir að birta í opnum aðgangi í því tímariti er 1.000 Bandaríkjadalir, sem er meira en flestir læknar fá í laun á mánuði, til dæmis í Úganda. Nú erum við ekki viss um hvort við getum haldið áfram með greinina. Eru einhver úrræði eða fjármunir í boði fyrir höfunda í lágtekjulöndum til að standa straum af OA-birtingagjöldum?“

Þetta er auðvitað í hnotskurn vandamál sem margir vísindamenn standa frammi fyrir, bæði í lágtekjulöndum og víðar. Í greininni kemur fram að skv. rannsókn sem birt var 2023 er meðalkostnaður við að birta grein í opnum aðgangi um 1400 dollarar.

Nature hafði samband við þrjá rannsakendur sem veittu ráð í þessum efnum:
Lesa áfram „Hvernig er hægt að birta í opnum aðgangi þegar birtingagjöld eru of há?“

Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang

Hollendingar eru iðulega í fararbroddi hvað varðar vangaveltur um opinn aðgang,

Í mars 2024 hittust um 50 manns frá ýmsum háskólum í Hollandi, öðrum stofnunum og löndum í sk. Open Science Retreat og lögðu saman krafta sína í vikulangt hugarflug um opinn aðgang. Í stuttu máli hafa menn ekki lengur trú á að sk. „transformative agreements“ skili því sem þau áttu að skila. Það líður að endurnýjun margra slíkra samninga í Hollandi og því tímabært að skoða árangurinn. Niðurstaðan varð sú að kalla eftir samstöðu um breytta nálgun varðandi opinn aðgang í Hollandi svo að upphaflegt markmið opins aðgangs sé haft í fyrirrúmi:

Call to Commitment: A future-proof approach to Open Access Publishing in the Netherlands

Lesa áfram „Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang“