„We so loved open access“ – ný bók frá SciELO

SciELO -Scientific electronic library online – er 25 ára.  Af því tilefni er komin út bókin We so loved open access. Að sjálfsögðu í opnum aðgangi.

SciELO var stofnað seint á tíunda áratugnum þegar hugmyndin um ókeypis aðgang að fræðilegu efni fór að taka á sig mynd, jafnvel áður en hugtakið „opinn aðgangur“ kom til sögunnar.

Á þeim tíma var aðgangur að fræðiritum takmarkaður og kostnaðarsamur, bundinn við háskólabókasöfn og þau rit/tímarit sem bókasöfnin voru áskrifendur að.

Lesa áfram „„We so loved open access“ – ný bók frá SciELO“

Skráið ykkur á viðburði í viku opins aðgangs 23. – 29. október nk.

Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang vonast eftir góðri þátttöku íslenskra rannsakenda og annars áhugafólks í viðburðum alþjóðlegrar viku opins aðgangs 23. – 29. október nk. Við höfum fengið til liðs við okkur öfluga liðsmenn erlendis frá til að bjóða upp á fjórar vefkynningar (webinars) á TEAMS í vikunni og eina málstofu í Grósku sem einnig verður í boði á TEAMS.

Vefkynningarnar verða á ensku en málstofan fer fram á íslensku.

Smellið hér til að skoða dagskrá og skrá ykkur. Athugið að það þarf að skrá sig á hverja  kynningu fyrir sig.