Viðtal: Opin vísindi og opinn aðgangur í Svíþjóð

Vert er að benda á athyglisvert viðtal frá 11. september 2023 við Wilhelm Widmark, forstöðumann bókasafns háskólans í Stokkhólmi og framkvæmdastjóri EOSC (European Open Science Cloud). Í viðtalinu er fjallað um stöðu opinna vísinda og opins aðgangs í Svíþjóð og nálgun Svía gagnvart því markmiði að ná 100% opnum aðgangi. Wilhelm fjallar um mikilvægi þess að ákvarðanataka sé á „hærra stigi“, þ.e. stjórnir háskóla og rektorar hafa komið að stefnumótun um opin aðgang.

Wilhelm deilir einnig reynslu sinni af „transformative agreements“, lýsir þeim aðferðum sem hópur um stefnumótun sem kallast „Beyond Transformative Agreement“ skoðar. Hann leggur áherslu á að það sé valkostur að ganga burt frá samningaborðinu ef samningar nást ekki en það kerfst víðtækra samskipta og mikils stuðnings frá fræðasamfélaginu.

Viðtalið hér.

Fyrirlestur 25. september 2023: Cost/Benefit of Open Access and Open Science

Þann 25. september verður fyrirlestur kl. 12 í Þjóðminjasafninu sem nefnist Cost/Benefit of Open Access and Open Science. 

Fyrirlesari er Bernd Pulverer, yfirmaður útgáfumála hjá EMBO (European Molecular Biology Organization) og aðalritstjóri EMBO Reports.

Bernd hefur verið leiðandi í umræðunni um Open Access og Open Science í Evrópu og tók m.a. þátt í DORA yfirlýsingunni og stofnaði útgáfuvettvanginn Life Science Alliance sem er ný leið til að birta vísindagreinar.

Í fyrirlestri sínum mun Bernd fjalla um það sem er að gerast í þessum málum.

 

LIBER: Þjónusta og stuðningur á vegum bókasafna við stjórnun rannsóknagagna

LIBER (Ligue des Bibliothèques Européennes de Recherche – Association of European Research Libraries) hefur gefið út skýrslu um „Open Science services by Research Libraries – organisational perspectives.“

Mörg rannsóknarbókasöfn í Evrópu veita þjónustu á sviði opinna vísinda varðandi stjórnun rannsóknagagna (RDM – Research Data Management) og opins aðgangs (OA – Open Access). Hins vegar er talið að allt að helmingur evrópskra rannsóknabókasafna veiti aðeins takmarkaða þjónustu á þessum sviðum. Lesa áfram „LIBER: Þjónusta og stuðningur á vegum bókasafna við stjórnun rannsóknagagna“