Meginleiðir OA

Græna leiðin (green open access) felst í því að efnið er lagt inn í sérstakt varðveislusafn (t.d. Opin vísindi), samhliða birtingu annars staðar. Höfundur sendir varðveislusafninu lokagerð handrits (pre-print) eða ritrýnt lokahandrit (post-print) sem tilbúið er til birtingar. Greinin er síðan gefin út í áskriftartímariti en er jafnframt aðgengileg í Opnum aðgangi í varðveislusafninu. Stundum er birtingartöf á efni  þessi leið farinn, en það er mismunandi eftir útgefendum

Upplýsingar um útgáfustefnu útgefanda, birtingartöf og hvaða útgáfu greinar má vista í varðveislusöfnum má nálgast hjá SherpaRomeo

Gullna leiðin (gold open access) er útgáfa á efninu í opnum aðgangi frá upphafi, þ.e. gefið út í gjaldfrjálsu OA tímariti. Höfundur heldur að jafnaði höfundarréttinum, í stað þess að framselja réttinn til útgefanda eins og í hefðbundinni útgáfu. Fjölmörg ritrýnd gæðatímarit eru í opnum aðgangi. Nálgast má upplýsingar um þau í Directory of Open Access Journals

Blandaða gullna leiðin (hybrid gold access) er útgáfu á efninu í hefðbundnu áskriftartímariti en höfundur borgar útgefandanum þjónustugjald (Article processing charge  – APC) fyrir birtingu í Opnum aðgangi.  Þjónustugjöld vegna birtinga eru gjarnan mjög há (geta í sumum tilvikum numið mörg hundruð þúsundum)