Opin vísindi: Fræðsluefni

Á vef UNESCO er að finna yfirlit yfir fræðsluefni til að byggja upp þekkingu á opnum vísindum.  Efninu var safnað á árinu 2022 með opinni könnun og stuðningi frá vinnuhópi UNESCO um opin vísindi:

Efnið er flokkað á eftirfarandi hátt:

      • Open science definition and scope
      • Open scientific knowledge
      • Open science infrastructure
      • Open science policy instruments
      • Open science and indigenous knowledge systems
      • Open science and engagement of societal actors
      • Open Science monitoring
      • Open science and intellectual property rights

Enn er verið að safna fræðsluefni og vantar þess vegna efni í einstaka flokk.

Ennfremur er tekið fram til hvaða hóps efnið höfðar, s.s. rannsakenda, nemenda, kennara, upplýsingafræðinga, stofnana, styrktarsjóða o.fl.

Open science capacity building index

Verkfærakista UNESCO fyrir opin vísindi

Á vef UNESCO er að finna verkfærakistu sem hönnuð er til að styðja við framkvæmd tilmæla UNESCO um opin vísindi. Verkfærakistan samanstendur af leiðbeiningum, upplýsingum, gátlistum og bæklingum. Verkfærin eru lifandi skjöl sem reglulega eru uppfærð til að endurspegla þróun og stöðu innleiðingar tilmælanna.

Sum verkfæranna eru þróuð í samvinnu við UNESCO Open Science samstarfsaðila eða með viðræðum við og innleggi frá meðlimum UNESCO vinnuhópa um opin vísindi.

Lesa áfram „Verkfærakista UNESCO fyrir opin vísindi“

Mannréttindayfirlýsing SÞ frá 1948 og vísindi

Þegar rætt er um opin vísindi og opinn aðgang er ekki úr vegi að rifja upp Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var hinn 10. desember 1948 (yfirlýsingin á ensku).

Grein nr. 27 fjallar að hluta um vísindi.

Grein nr. 27 á íslensku:

      1. Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins, njóta lista, eiga þátt í framförum á sviði vísinda og verða aðnjótandi ábata er af þeim leiðir.

      2. Allir skulu njóta verndar þeirra hagsmuna, í andlegum og efnalegum skilningi, er leiðir af vísindaverki, ritverki eða listaverki sem þeir eru höfundar að.

Vangaveltur og spurningar um vísindi og tækni út frá mannréttindasjónarmiðum (Nancy Flowers, 1998)