UNESCO: Open Science Outlook 1

Í desember 2023 var gefin út skýrsla á vegum UNESCO sem ber heitið Open Science Outlook 1: Status and trends around the world.

Skýrslan kemur í beinu framhaldi af tilmælum UNESCO um opin vísindi frá 2021 og er fyrsta alþjóðlega úttektin á stöðu og straumum  varðandi opin vísindi. Hún hefur að geyma nokkur lykilskilaboð og gefur einnig tóninn hvað varðar mat á innleiðingu tilmæla UNESCO en dregur einnig fram mikilvægar eyður í þeim gögnum og upplýsingum sem þegar liggja fyrir.

Þann 15. febrúar 2024 var síðan haldinn sameiginlegur fundur með fimm vinnuhópum á vegum UNESCO sem hafa einbeitt sér að mikilvægum sviðum sem skipta máli fyrir innleiðingu tilmælanna. Þetta var 4. fundur hvers vinnuhóps og tilgangurinn sá að kynna lykilskilaboð skýrslunnar. Sjá myndband hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar:
https://www.unesco.org/en/open-science

Opin vísindi: Fræðsluefni

Á vef UNESCO er að finna yfirlit yfir fræðsluefni til að byggja upp þekkingu á opnum vísindum.  Efninu var safnað á árinu 2022 með opinni könnun og stuðningi frá vinnuhópi UNESCO um opin vísindi:

Efnið er flokkað á eftirfarandi hátt:

   • Open science definition and scope
   • Open scientific knowledge
   • Open science infrastructure
   • Open science policy instruments
   • Open science and indigenous knowledge systems
   • Open science and engagement of societal actors
   • Open Science monitoring
   • Open science and intellectual property rights

Enn er verið að safna fræðsluefni og vantar þess vegna efni í einstaka flokk.

Ennfremur er tekið fram til hvaða hóps efnið höfðar, s.s. rannsakenda, nemenda, kennara, upplýsingafræðinga, stofnana, styrktarsjóða o.fl.

Open science capacity building index

Verkfærakista UNESCO fyrir opin vísindi

Á vef UNESCO er að finna verkfærakistu sem hönnuð er til að styðja við framkvæmd tilmæla UNESCO um opin vísindi. Verkfærakistan samanstendur af leiðbeiningum, upplýsingum, gátlistum og bæklingum. Verkfærin eru lifandi skjöl sem reglulega eru uppfærð til að endurspegla þróun og stöðu innleiðingar tilmælanna.

Sum verkfæranna eru þróuð í samvinnu við UNESCO Open Science samstarfsaðila eða með viðræðum við og innleggi frá meðlimum UNESCO vinnuhópa um opin vísindi.

Lesa áfram „Verkfærakista UNESCO fyrir opin vísindi“