Mannréttindayfirlýsing SÞ frá 1948 og vísindi

Þegar rætt er um opin vísindi og opinn aðgang er ekki úr vegi að rifja upp Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var hinn 10. desember 1948 (yfirlýsingin á ensku).

Grein nr. 27 fjallar að hluta um vísindi.

Grein nr. 27 á íslensku:

      1. Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins, njóta lista, eiga þátt í framförum á sviði vísinda og verða aðnjótandi ábata er af þeim leiðir.

      2. Allir skulu njóta verndar þeirra hagsmuna, í andlegum og efnalegum skilningi, er leiðir af vísindaverki, ritverki eða listaverki sem þeir eru höfundar að.

Vangaveltur og spurningar um vísindi og tækni út frá mannréttindasjónarmiðum (Nancy Flowers, 1998)

UNESCO: Tilmæli varðandi opin vísindi

UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, samþykkti á 41. aðalráðstefnu sinni þann 23. nóvember sl. tilmæli til aðildarríkja varðandi opin vísindi. Drög voru lögð að tilmælunum á 40. aðalráðstefnu stofnunarinnar 2019. Öll aðildarríki samþykktu tilmælin.
Skoða tilmælin.

Þetta er merkur áfangi og aðildarríki þurfa í framhaldinu að skoða tilmælin hvert fyrir sig og ígrunda hvar þau eru stödd í þessari vegferð í átt að opnum vísindum og hvaða skref þarf að taka næst.

Lesa áfram „UNESCO: Tilmæli varðandi opin vísindi“