UNESCO: Tilmæli varðandi opin vísindi

UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, samþykkti á 41. aðalráðstefnu sinni þann 23. nóvember sl. tilmæli til aðildarríkja varðandi opin vísindi. Drög voru lögð að tilmælunum á 40. aðalráðstefnu stofnunarinnar 2019. Öll aðildarríki samþykktu tilmælin.
Skoða tilmælin.

Þetta er merkur áfangi og aðildarríki þurfa í framhaldinu að skoða tilmælin hvert fyrir sig og ígrunda hvar þau eru stödd í þessari vegferð í átt að opnum vísindum og hvaða skref þarf að taka næst.

Lesa áfram „UNESCO: Tilmæli varðandi opin vísindi“