Að birta greinar í traustum tímaritum

Hvernig er hægt að þekkja traust tímarit frá hinum sem hafa á sér vafasamt orð og flokkast mögulega sem rányrkjutímarit?

Hér fyir neðan er mjög gott myndband þar sem Katherine Stephan, upplýsingafræðingur í rannsóknaþjónustu við Liverpool John Moores University og meðlimur TCS Committee (Think – Check – Submit).

Finnland og samningar um aðgang að rafrænum tímaritum

Í greininni Costs of scientific journals have reached unsustainable level – The future of subscriptions in jeopardy  má lesa að finnskir háskólar og rannsóknarstofnanir standa frammi fyrir miklum áskorunum þar sem útgefendur halda áfram að hækka áskriftir fyrir vísindatímarit sín og útgáfu í opnum aðgangi. Kostnaðurinn er orðinn óheyrilegur og ekki í takt við ávinninginn.

FinELib samlagið hefur samið við útgefendur um aðgang sem nær bæði yfir lestur vísindatímarita og útgáfu greina í opnum aðgangi en heildarkostnaðurinn við þessa samninga er orðinn ósjálfbær. Útgefendur hafa í raun hindrað umskipti yfir í opna útgáfu og notað opinn aðgang sem leið til þess að auka enn hagnað sinn.

FinElib sækist nú eftir verulegum afslætti í næstu samningum, en afslættirnir verða að vera raunverulegir og nást ekki með því að skerða innihald samninganna. Ef samningar nást ekki getur verið að sumum þeirra verði ekki haldið áfram.

Útgefendur sem þátt taka í viðræðunum eru American Chemical Society (ACS), Elsevier, Emerald, IEEE, Oxford University Press (OUP), Royal Society of Chemistry (RSC) og Springer.

Þetta vandamál einskorðast auðvitað ekki bara við Finnland, heldur standa önnur lönd frammi fyrir sama vanda.

Lesa nánar í greininni Costs of scientific journals have reached unsustainable level – The future of subscriptions in jeopardy.

Ætlar þú að birta í tímariti frá Karger?

Ef þú hyggur á birtingu greinar í einu af tímaritum Karger, er vert að vekja athygli á sérstökum landssamningi við útgefandann sem gildir út árið 2023. (ATH: Uppfært – Samningurinn hefur verið framlengdur út árið 2024).

Samningurinn felur í sér að árið 2023 (og 2024 uppfært)  geta íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í tímaritum Karger, sótt um niðurfellingu birtingagjalds (APC – article processing charge) sem og niðurfellingu viðbótarútgáfukostnaðar (Authors ChoiceTM)  að því tilskyldu að handrit þeirra séu samþykkt til birtingar.

Þetta gildir um greinar sem birtar eru í tímaritum Karger sem eru alfarið í opnum aðgangi sem og í sk. „hybrid“ tímaritum frá Karger (áskriftartímarit sem bjóða upp á birtingu greina ýmist í lokuðum eða opnum aðgangi).

Lesa nánar.