Skýrsla frá IAP um rányrkjutímarit og ráðstefnur

Út er komin skýrsla á vegum IAP (The InterAcademy Partnership) Science, Health, Policy sem ber heitið „Combatting Predatory Academic Journals and Conferences“ eða „Baráttan við rányrkjutímarit og ráðstefnur“. Útdráttur skýrslunnar er sannarlega verðug lesning fyrir alla rannsakendur og tengist einnig umræðunni um opinn aðgang.

Í skýrslunni kemur fram að svokölluð rányrkju- eða gervitímarit eru talin vera yfir 15.500 talsins. Kveikjan að bæði rányrkjutímaritum og ráðstefnum af sama toga eru hagnaðarsjónarmið en ekki fræðimennska. Falast er eftir greinum/útdráttum frá rannsakendum með aðferðum sem nýta sér þann þrýsting sem er á fræðimenn að gefa út og birta sem mest.

Lesa áfram „Skýrsla frá IAP um rányrkjutímarit og ráðstefnur“