Að bera kennsl á rányrkjutímarit – upptaka og glærur

Mikið af fróðlegu efni varð til í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023.

Á meðal fyrirlesara sem fram komu á viðburðum vikunnar, var Helgi Sigurbjörnsson, upplýsingafræðingur á Bókasafni Menntavísindasviðs HÍ en hann hélt erindi sem bar heitið „Að bera kennsl á rányrkjutímarit“.

Fyrirlesturinn var einkar fróðlegur og leiðbeiningar og fróðleikur sem þar kom fram ætti í raun að vera skyldulesefni/áhorf hvers einasta rannsakanda. Helgi ræddi þar um hvað bæri að varast, eftir hverju ætti að líta og gaf einkar greinargott yfirlit yfir þetta fyrirbæri sem á ensku heitir „predatory journals“.

Að birta greinar í traustum tímaritum

Hvernig er hægt að þekkja traust tímarit frá hinum sem hafa á sér vafasamt orð og flokkast mögulega sem rányrkjutímarit?

Hér fyir neðan er mjög gott myndband þar sem Katherine Stephan, upplýsingafræðingur í rannsóknaþjónustu við Liverpool John Moores University og meðlimur TCS Committee (Think – Check – Submit).

Rányrkjutímarit og grunlausir rannsakendur

Ný grein í tímaritinu Nature ber yfirskriftina „Predatory journals entrap unsuspecting scientists“ eftir  Chérifa Boukacem-Zeghmouri.

Þetta er holl lesning fyrir rannsakendur sem eru að fóta sig í útgáfuumhverfinu sem fræðimenn búa við.

Rányrkjutímarit eru orðin útbreidd innan vísindasamfélagsins. Þessi tímarit innheimta gjöld af höfundum,  birta óritrýndar greinar, sóa tíma og peningum vísindamanna og grafa undan trausti almennings á vísindum.

Nýleg könnun leiddi í ljós að margir vísindamenn frá lág- og meðaltekjulöndum sendu vísvitandi greinar til rányrkjutímarita og sáu í því tækifæri til að öðlast framgang í  samkeppninni innan akademíunnar.

Skortur á fræðslu um útgáfuviðmið  og skortur á stuðningi rannsóknarstofnana stuðlar að því að rannsakendur verði fórnarlömb slíkra útgefenda. Þeir nýta sér þekkingarskort vísindamanna á fræðilegri útgáfu og bjóða hraðvirkt og einfalt útgáfuferli.

Hér þarf að gera betur.

Skoða greinina „Predatory journals entrap unsuspecting scientists“ eftir  Chérifa Boukacem-Zeghmouri.

Mynd: Úr greininni „Predatory journals: What they are and how to avoid them“.