Breytt rannsóknaumhverfi, vísindamenn og sérfræðingar

Þegar breyta á rannsóknaumhverfinu og skipta yfir í opna rannsóknamenningu krefst það nýrra leiða við skipulagningu, framkvæmd og miðlun rannsókna.

Þetta er ekki einfalt verkefni og rannsakendur geta ekki breytt því einir og sér. Öflugur stofnanastuðningur er nauðsynlegur sem og framlag sérfræðinga með færni, reynslu og þekkingu á þessu sviði.

Í þessum hópi sérfræðinga eru m.a. rannsóknarstjórar, upplýsingafræðingar, sérfræðingar á rannsóknarstofum og sérfræðingar á sviði upplýsingatækni og hugbúnaða, fjármála- og lögfræði.

Til að hægt sé að breyta rannsóknaumhverfinu er nauðsynlegt að til staðar sé skilvirkt samstarf milli vísindamanna og sérfræðinga. Þegar vel tekst til, stuðlar slíkt samstarf að sameiginlegum skilningi á opnum rannsóknum og auðveldar góðar rannsóknarvenjur. Lesa áfram „Breytt rannsóknaumhverfi, vísindamenn og sérfræðingar“

Írland: Aðgerðaáætlun írskra stjórnvalda um opnar rannsóknir 2022-2030

Hér er hægt að kynna sér Aðgerðaáætlun írskra stjórnvalda um opnar rannsóknir 2022-2030. Henni er ætlað að vera vegvísir fyrir framkvæmd opinna rannsókna á Írlandi, útlista markmið og samræma aðgerðir til stuðnings innlendu rannsóknaumhverfi svo styrkja megi opnar rannsóknaraðferðir.

Áætlunin verður uppfærð með reglulegu millibili til að útfæra nánar aðgerðir sem til þarf.

Reynt verður að horfa sérstaklega til hópa sem gætu verið viðkvæmir í þessu breytingaferli, t.d. ungra rannsakenda.

„Building on the essential principles of academic freedom, research integrity and scientific excellence, open science sets a new paradigm that integrates into the scientific enterprise practices for reproducibility, transparency, sharing and collaboration resulting from the increased opening of scientific contents, tools and processes.“

Sjá nánar í National Action Plan for Open Research: 2022-2030.

Þrjár einfaldar leiðir til að þróa stefnu um opin vísindi

Dr. Heidi Sebold og Sander Bosch hafa sett saman leiðbeiningar/tillögur varðandi hvernig má þróa stefnu um opin vísindi fyrir stofnanir. Leiðbeiningarnar urðu til í vikulangri vinnustofu (Open Science Retreat 2024)  um opin vísindi í byrjun apríl 2024 í Hollandi.

      1. Þróa stefnu um afraksturinn  fyrst og sameina hana stefnu um opin vísindi síðar.
      2. Stefna snýst um „hvað“ og „afhverju“. „Hvernig“ á heima annars staðar, t.d. í leiðbeiningum.
      3. Ekki byrja á stefnunni sjálfri, heldur á leiðbeiningunum.

Um nánari útfærslu á þessum þremur tillögum má lesa hér:
Three simple rules for creating Open Science Policies.

Dr. Heidi Sebold er frumkvöðull á sviði opinna vísinda og sjálfstæður rannsakandi.
Sander Bosch er umsjónarmaður opinna vísinda við Vrije Universiteit, Amsterdam.