Viðtal: Opin vísindi og opinn aðgangur í Svíþjóð

Vert er að benda á athyglisvert viðtal frá 11. september 2023 við Wilhelm Widmark, forstöðumann bókasafns háskólans í Stokkhólmi og framkvæmdastjóri EOSC (European Open Science Cloud). Í viðtalinu er fjallað um stöðu opinna vísinda og opins aðgangs í Svíþjóð og nálgun Svía gagnvart því markmiði að ná 100% opnum aðgangi. Wilhelm fjallar um mikilvægi þess að ákvarðanataka sé á „hærra stigi“, þ.e. stjórnir háskóla og rektorar hafa komið að stefnumótun um opin aðgang.

Wilhelm deilir einnig reynslu sinni af „transformative agreements“, lýsir þeim aðferðum sem hópur um stefnumótun sem kallast „Beyond Transformative Agreement“ skoðar. Hann leggur áherslu á að það sé valkostur að ganga burt frá samningaborðinu ef samningar nást ekki en það kerfst víðtækra samskipta og mikils stuðnings frá fræðasamfélaginu.

Viðtalið hér.

Finnland og samningar um aðgang að rafrænum tímaritum

Í greininni Costs of scientific journals have reached unsustainable level – The future of subscriptions in jeopardy  má lesa að finnskir háskólar og rannsóknarstofnanir standa frammi fyrir miklum áskorunum þar sem útgefendur halda áfram að hækka áskriftir fyrir vísindatímarit sín og útgáfu í opnum aðgangi. Kostnaðurinn er orðinn óheyrilegur og ekki í takt við ávinninginn.

FinELib samlagið hefur samið við útgefendur um aðgang sem nær bæði yfir lestur vísindatímarita og útgáfu greina í opnum aðgangi en heildarkostnaðurinn við þessa samninga er orðinn ósjálfbær. Útgefendur hafa í raun hindrað umskipti yfir í opna útgáfu og notað opinn aðgang sem leið til þess að auka enn hagnað sinn.

FinElib sækist nú eftir verulegum afslætti í næstu samningum, en afslættirnir verða að vera raunverulegir og nást ekki með því að skerða innihald samninganna. Ef samningar nást ekki getur verið að sumum þeirra verði ekki haldið áfram.

Útgefendur sem þátt taka í viðræðunum eru American Chemical Society (ACS), Elsevier, Emerald, IEEE, Oxford University Press (OUP), Royal Society of Chemistry (RSC) og Springer.

Þetta vandamál einskorðast auðvitað ekki bara við Finnland, heldur standa önnur lönd frammi fyrir sama vanda.

Lesa nánar í greininni Costs of scientific journals have reached unsustainable level – The future of subscriptions in jeopardy.

Opin vísindi og vegferð Svía

 Svíar eru allnokkrum árum á undan Íslendingum hvað varðar stefnumörkun um opin vísindi og þó að þeirra vegferð sé hvorki hindrunar- né gallalaus, er fróðlegt fyrir Íslendinga að kynna sér þeirra stöðu.

Í greininniAn Open Science Roadmap for Swedish Higher Education Institutions“  eftir Sabina Anderberg (Háskólanum í Stokkhólmi) er farið yfir stöðu Svía í dag og hvert þeir vilja stefna. Einnig kemur skýrt fram hvar skórinn kreppir og hvað þurfi að gera til að styrkja þeirra vegferð.

Lesa áfram „Opin vísindi og vegferð Svía“