Réttindi höfunda og rannsakenda: Leiðbeiningar

Þegar rannsakendur halda réttindum sínum á samþykktum handritum sínum, geta þeir og aðrir endurnýtt það efni svo sem til rannsókna, kennslu, í bókum, og á netinu. Þannig uppfylla þeir einnig kröfur styrkveitenda um opinn aðgang að efni sem til verður fyrir opinbert fé.

UKRN (The UK Reproducibility Network) hefur gefið út leiðbeiningar til að kynna rannsakendum allt um réttindi þeirra: Rights and Retention Strategy: a Primer from UKRN.

Lesa áfram „Réttindi höfunda og rannsakenda: Leiðbeiningar“

Höfundaréttur og afnotaleyfi

Það eru án efa margir sem átta sig ekki á ýmsu varðandi höfundarétt og hvernig hann virkar í samhengi við Creative Commons afnotaleyfi.

Bæklingurinn Guide to Creative commons for Scholarly Publications and Educational Resources er gefinn út af Rannsóknamiðstöð Hollands (NWO), samtökum háskóla í Hollandi (VSNU) , háskólabókasöfnum í Hollandi og Þjóðbókasafni Hollendinga. Þó að hann sé aðlagaður að þörfum Hollendinga, svarar hann á einfaldan hátt mýmörgum spurningum um höfundarétt og afnotaleyfi.

Dæmi:

   • Hver er munurinn á höfundaleyfi (e. copyright) og afnotaleyfi (e. Creative Commons)?
   • Hvað þarf að athuga varðandi höfundarétt í samningum við útgefendur?
   • Hvaða afnotaleyfi hentar best fyrir þitt verk?
   • Afhverju er hvatt til þess að nota afnotaleyfið CC-BY á verk í opnum aðgangi?
   • Hvernig á ég að gefa út með afnotaleyfi frá Creative Commons?
   • Hver á höfundarétt ef verk er gefið út með Creative Commons afnotaleyfi?
   • Ef ég gef út bók með CC-BY afnotaleyfi, má þá þýða hana án leyfis frá mér?

Þessum spurningum og mörgum fleirum er svarað í bæklingum Guide to Creative commons for Scholarly Publications and Educational Resources.

N8 háskólarnir á Englandi og varðveisla réttinda

„N8“ stendur fyrir samstarf átta mikilvægra rannsóknaháskóla á Norður-Englandi, þ.e. háskólanna í Durham, Lancaster, Leeds, Liverpool, Manchester, Newcastle, Sheffield og York.

Þessir háskólar hafa gert með sér mikilvægt samkomulag um varðveislu höfundaréttinda sinna rannsakenda þegar rannsóknaafurðir þeirra eru birtar.

Háskólarnir hafa gefið út yfirlýsingu þar sem hægt er að kynna sér hvernig þeir vilja standa að varðveislu höfundaréttinda: How does rights retention work?

Nánar um yfirlýsinguna.

Til að gera langa sögu stutta, þá mælir N8 yfirlýsingin eindregið með því að vísindamenn flytji ekki sjálfkrafa hugverkaréttindi sín til útgefenda og noti yfirlýsinguna um varðveislu réttinda að staðaldri í samskiptum við útgefendur.