Opin vísindi og Carnegie Mellon University í Pittsburgh, PA

Carnegie Mellon háskólinn í Pittsburgh, Pennsylvaníu (USA) hélt  málþing um opin vísindi í byrjun  nóvember 2023, „Open Science Symposium 5 years later„. Það er áhugavert að skoða hvað hefur gerst hefur hjá þessum einkarekna rannsóknaháskóla á undanförnum fimm árum með tilliti til opinna vísinda. Skólinn er álíka stór og Háskóli Íslands, með um 14.500 nemendur og  yfir 1300 starfsmenn.

Málþingið skiptist í fjóra hluta, þar af eru þrír þeirra á upptökunni hér fyrir neðan:

      1. Open Science in Research and Learning
      2. Open Science & Communities
      3. Impact of Policies

Fjallað er um mýmörg atriði sem falla undir opin vísindi og álitamál þeim tengdum.

Skráið ykkur á viðburði í viku opins aðgangs 23. – 29. október nk.

Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang vonast eftir góðri þátttöku íslenskra rannsakenda og annars áhugafólks í viðburðum alþjóðlegrar viku opins aðgangs 23. – 29. október nk. Við höfum fengið til liðs við okkur öfluga liðsmenn erlendis frá til að bjóða upp á fjórar vefkynningar (webinars) á TEAMS í vikunni og eina málstofu í Grósku sem einnig verður í boði á TEAMS.

Vefkynningarnar verða á ensku en málstofan fer fram á íslensku.

Smellið hér til að skoða dagskrá og skrá ykkur. Athugið að það þarf að skrá sig á hverja  kynningu fyrir sig.

Fyrirlestur 25. september 2023: Cost/Benefit of Open Access and Open Science

Þann 25. september verður fyrirlestur kl. 12 í Þjóðminjasafninu sem nefnist Cost/Benefit of Open Access and Open Science. 

Fyrirlesari er Bernd Pulverer, yfirmaður útgáfumála hjá EMBO (European Molecular Biology Organization) og aðalritstjóri EMBO Reports.

Bernd hefur verið leiðandi í umræðunni um Open Access og Open Science í Evrópu og tók m.a. þátt í DORA yfirlýsingunni og stofnaði útgáfuvettvanginn Life Science Alliance sem er ný leið til að birta vísindagreinar.

Í fyrirlestri sínum mun Bernd fjalla um það sem er að gerast í þessum málum.