Að bera kennsl á rányrkjutímarit – upptaka og glærur

Mikið af fróðlegu efni varð til í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023.

Á meðal fyrirlesara sem fram komu á viðburðum vikunnar, var Helgi Sigurbjörnsson, upplýsingafræðingur á Bókasafni Menntavísindasviðs HÍ en hann hélt erindi sem bar heitið „Að bera kennsl á rányrkjutímarit“.

Fyrirlesturinn var einkar fróðlegur og leiðbeiningar og fróðleikur sem þar kom fram ætti í raun að vera skyldulesefni/áhorf hvers einasta rannsakanda. Helgi ræddi þar um hvað bæri að varast, eftir hverju ætti að líta og gaf einkar greinargott yfirlit yfir þetta fyrirbæri sem á ensku heitir „predatory journals“.

Endurskoðun á rannsóknarmati

Endurskoðun á rannsóknarmati er mikið í umræðunni um þessar mundir. Einn af fyrirlestrum í alþjóðlegri viku opins aðgangs í október 2023 fjallaði einmitt um þessi mál. Það var Noémie Aubert Bonn, rannsakandi við UHasselt sem flutti  fyrirlestur um Research Assessment. Sjá glærur og upptöku.

Einnig er freistandi að nefna fyrirlestur sem Stephane Berghmans frá European University Association​ í Belgíu, flutti á Pure International Conference í október 2023.

Þess má geta að bæði Háskóli Íslands og RANNÍS hafa skrifað undir samþykkt  COARA – Coalition for Advancing Research Assessment.

„Að gefa út í opnum aðgangi“: upptaka og glærur

Meðal efnis sem var á dagskrá í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023 var fyrirlestur sem bar heitið „Að gefa út í opnum aðgangi“. Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur á Landsbókasafni-Háskólabókasafni flutti erindið og bæði glærur og upptaka eru nú aðgengilegar.

Fyrirlesturinn var einkum ætlaður þeim ungu rannsakendum og doktorsnemum sem eru að stíga sín fyrstu skref í útgáfu greina í vísindatímaritum og vilja kynna sér opinn aðgang.

Glærur af fyrirlestrinum
Upptaka af fyrirlestrinum (hefst á 1.35 mínútu)