Opin vísindi sem námskeið á háskólastigi?

Dr. Heidi Seibold
Dr. Heidi Seibold

„Opin vísindi eru einfaldlega góð vísindi á stafrænum tímum“. Þetta er tilvitnun í  Dr. Heidi Seibold sem starfar á eigin vegum við að leiðbeina rannsakendum sem vilja gera rannsóknarniðurstöður sínar opnar og aðgengilegar. Hún leggur áherslu á að ef ætlunin sé að ala upp góða vísindamenn, þurfi að koma opnum vísindum inn í kennsluskrá háskóla.

Dr. Heidi tók nýlega þátt í Open Science Retreat, 3. – 7. apríl 2023, þar sem hún var einn höfunda námskeiðs sem spannar eina önn og hugsað er fyrir nemendur sem eru allt frá því að vera langt komnir í grunnnámi háskóla til nýdoktora.

Hugmyndin er sú að námskeiðið spanni 12 vikur með 2×90 mín. kennslustundir á viku. Lýsing á námskeiðinu hér.

Námskeiðið er með höfundaleyfið CC-BY sem þýðir að það má nota það á hvaða veg sem er svo fremi sem upphaflegra höfunda er getið.

Námskeiðið er í 8 hlutum:

   • Introduction
   • Open Methodology
   • Open Data
   • Open Source
   • Open Access
   • Open Peer Review
   • Open Science Engagement in Academia and Beyond
   • Open Culture Change: Change Management & Mentoring Change into the System

Skoða námskeið.

Opin vísindi: Fræðsluefni

Á vef UNESCO er að finna yfirlit yfir fræðsluefni til að byggja upp þekkingu á opnum vísindum.  Efninu var safnað á árinu 2022 með opinni könnun og stuðningi frá vinnuhópi UNESCO um opin vísindi:

Efnið er flokkað á eftirfarandi hátt:

   • Open science definition and scope
   • Open scientific knowledge
   • Open science infrastructure
   • Open science policy instruments
   • Open science and indigenous knowledge systems
   • Open science and engagement of societal actors
   • Open Science monitoring
   • Open science and intellectual property rights

Enn er verið að safna fræðsluefni og vantar þess vegna efni í einstaka flokk.

Ennfremur er tekið fram til hvaða hóps efnið höfðar, s.s. rannsakenda, nemenda, kennara, upplýsingafræðinga, stofnana, styrktarsjóða o.fl.

Open science capacity building index