CC afnotaleyfi – bæklingur á íslensku

Kominn er út bæklingurinn Leiðbeiningar um afnotaleyfi frá Creative commons fyrir fræðilega útgáfu og fræðsluefni.  Hann á vonandi eftir að nýtast vel og auka skilning og vitneskju um þýðingu slíkra afnotaleyfa.

Til hliðsjónar var bæklingurinn Creative Commons for Scholarly Publications and Educational Resources eftir Pascal Braak, Hans de Jonge, Giulia Trentacosti, Irene Verhagen og Saskia Woutersen-Windhouwer (2020). Þýðingu, styttingu og aðlögun önnuðust Margrét Gunnarsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Bæklingurinn sjálfur er undir Creative Commons Attribution-4.0 leyfi: https://creativecommons.org/licenses/by/4.0 nema annað sé tekið fram.

Um tengsl opins aðgangs og CC birtingaleyfa í ljósi höfundaréttar

Ein af þeim vefkynningum (e. webinars) sem fram fóru í viku opins aðgangs í október 2023 var „Open Access and Creative Commons licences in the light of Copyright„. Þar fjallaði Rasmus Rindom Riise frá Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn, um tengsl opins aðgangs, CC birtingaleyfa og höfundaréttar.
Þetta er án efa eitt þeirra atriða sem vefjast fyrir rannsakendum en jafnframt mjög mikilvægt að skilja þessi tengsl.

Bæði glærur og upptaka er í boði frá þessari kynningu og ástæða til að hvetja rannsakendur til að kynna sér málið.

 

 

 

 

 

Höfundaréttur og afnotaleyfi

Það eru án efa margir sem átta sig ekki á ýmsu varðandi höfundarétt og hvernig hann virkar í samhengi við Creative Commons afnotaleyfi.

Bæklingurinn Guide to Creative commons for Scholarly Publications and Educational Resources er gefinn út af Rannsóknamiðstöð Hollands (NWO), samtökum háskóla í Hollandi (VSNU) , háskólabókasöfnum í Hollandi og Þjóðbókasafni Hollendinga. Þó að hann sé aðlagaður að þörfum Hollendinga, svarar hann á einfaldan hátt mýmörgum spurningum um höfundarétt og afnotaleyfi.

Dæmi:

      • Hver er munurinn á höfundaleyfi (e. copyright) og afnotaleyfi (e. Creative Commons)?
      • Hvað þarf að athuga varðandi höfundarétt í samningum við útgefendur?
      • Hvaða afnotaleyfi hentar best fyrir þitt verk?
      • Afhverju er hvatt til þess að nota afnotaleyfið CC-BY á verk í opnum aðgangi?
      • Hvernig á ég að gefa út með afnotaleyfi frá Creative Commons?
      • Hver á höfundarétt ef verk er gefið út með Creative Commons afnotaleyfi?
      • Ef ég gef út bók með CC-BY afnotaleyfi, má þá þýða hana án leyfis frá mér?

Þessum spurningum og mörgum fleirum er svarað í bæklingum Guide to Creative commons for Scholarly Publications and Educational Resources.