Evrópsk miðstöð um demantaútgáfu – „diamond open access“

Þann 15. janúar 2025 var hleypt af stokkunum evrópskri miðstöð um sk. demantaútgáfu: European Diamond Capacity Hub (EDCH) í Madrid.

OPERAS, grunnstoð rannsóknarinnviða fyrir opin fræðileg samskipti í félagsvísindum og hugvísindum, mun sjá um fjármálahliðina. Demantaútgáfa er módel að fræðilegri útgáfu sem tekur engin gjöld af höfundum eða lesendum og þar sem efnistengdir þættir útgáfunnar eru í eigu fræðasamfélaga og stjórnað af þeim. EDCH mun styðja þetta módel með því að veita útgefendum og aðilum í tækniþjónustu nauðsynlega aðstoð.

Sjá nánar hér: European Diamond Capacity Hub Launched to Strengthen Diamond Open Access Publishing in Europe

 

Heilbrigðisstofnanir í USA breyta aðgangsstefnu að rannsóknaniðurstöðum

 

NIH – National Institutes of Health í Bandaríkjunum hefur gefið út nýja stefnu til að flýta fyrir aðgangi að rannsóknarniðurstöðum sem styrktar eru af stofnunum þess.
Stefnan: https://www.nih.gov/about-nih/who-we-are/nih-director/statements/nih-issues-new-policy-speed-access-agency-funded-research-results

NIH hefur lengist barist fyrir því að gagnsæi einkenni rannsóknir sem styrktar eru af stofnunum þess og að aðgengi að rannsóknaniðurstöðum sé gott. Í þeim tilgangi er komin út ný aðgangsstefna sem flýtir fyrir víðtækum aðgangi að rannsóknarniðurstöðum sem styrktar eru af NIH.

Mikilvægasta breyting frá fyrri stefnu er afnám 12 mánaða aðgangstafar (e. Embargo) áður en handrit, sem fjármögnuð eru af hinu opinbera, eru gerð aðgengileg almenningi. Þessi stefna kemur til móts við minnisblað Hvíta hússins um vísinda- og tæknistefnu (OSTP) frá 2022 sem tryggir ókeypis, tafarlausan og sanngjarnan aðgang að rannsóknum sem styrktar eru af opinberu fé.

 

 

Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang

Hollendingar eru iðulega í fararbroddi hvað varðar vangaveltur um opinn aðgang,

Í mars 2024 hittust um 50 manns frá ýmsum háskólum í Hollandi, öðrum stofnunum og löndum í sk. Open Science Retreat og lögðu saman krafta sína í vikulangt hugarflug um opinn aðgang. Í stuttu máli hafa menn ekki lengur trú á að sk. „transformative agreements“ skili því sem þau áttu að skila. Það líður að endurnýjun margra slíkra samninga í Hollandi og því tímabært að skoða árangurinn. Niðurstaðan varð sú að kalla eftir samstöðu um breytta nálgun varðandi opinn aðgang í Hollandi svo að upphaflegt markmið opins aðgangs sé haft í fyrirrúmi:

Call to Commitment: A future-proof approach to Open Access Publishing in the Netherlands

Lesa áfram „Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang“