The Future is Open: Navigating Open Access Publishing

The Future is Open: Navigating Open Access Publishing  Framtíðin er opin: Um birtingar í opnum aðgangi.

Welcome to our webinar on the basics of open access and how to effectively navigate this important topic in the research ecosystem. As the academic landscape evolves, open access provides a vital pathway for making research more accessible, equitable, and transparent. Margrét Gunnarsdóttir will explore the core principles of open access, the various models available, and practical tips for researchers and doctoral students.

February 12th 2025
The Future is Open: Navigating Open Access Publishing
Presenter: Margrét Gunnarsdóttir
Language: English
Recording from the webinar
Slides
Lesa áfram „The Future is Open: Navigating Open Access Publishing“

Evrópsk miðstöð um demantaútgáfu – „diamond open access“

Þann 15. janúar 2025 var hleypt af stokkunum evrópskri miðstöð um sk. demantaútgáfu: European Diamond Capacity Hub (EDCH) í Madrid.

OPERAS, grunnstoð rannsóknarinnviða fyrir opin fræðileg samskipti í félagsvísindum og hugvísindum, mun sjá um fjármálahliðina. Demantaútgáfa er módel að fræðilegri útgáfu sem tekur engin gjöld af höfundum eða lesendum og þar sem efnistengdir þættir útgáfunnar eru í eigu fræðasamfélaga og stjórnað af þeim. EDCH mun styðja þetta módel með því að veita útgefendum og aðilum í tækniþjónustu nauðsynlega aðstoð.

Sjá nánar hér: European Diamond Capacity Hub Launched to Strengthen Diamond Open Access Publishing in Europe

 

Heilbrigðisstofnanir í USA breyta aðgangsstefnu að rannsóknaniðurstöðum

 

NIH – National Institutes of Health í Bandaríkjunum hefur gefið út nýja stefnu til að flýta fyrir aðgangi að rannsóknarniðurstöðum sem styrktar eru af stofnunum þess.
Stefnan: https://www.nih.gov/about-nih/who-we-are/nih-director/statements/nih-issues-new-policy-speed-access-agency-funded-research-results

NIH hefur lengist barist fyrir því að gagnsæi einkenni rannsóknir sem styrktar eru af stofnunum þess og að aðgengi að rannsóknaniðurstöðum sé gott. Í þeim tilgangi er komin út ný aðgangsstefna sem flýtir fyrir víðtækum aðgangi að rannsóknarniðurstöðum sem styrktar eru af NIH.

Mikilvægasta breyting frá fyrri stefnu er afnám 12 mánaða aðgangstafar (e. Embargo) áður en handrit, sem fjármögnuð eru af hinu opinbera, eru gerð aðgengileg almenningi. Þessi stefna kemur til móts við minnisblað Hvíta hússins um vísinda- og tæknistefnu (OSTP) frá 2022 sem tryggir ókeypis, tafarlausan og sanngjarnan aðgang að rannsóknum sem styrktar eru af opinberu fé.