Opin vísindi (Open Science/OS) er stefna sem miðar að því að gera rannsóknir, rannsóknargögn, aðferðir og niðurstöður aðgengilegar öllum, óháð staðsetningu eða aðild að stofnun. Markmiðið er að auka gagnsæi, samstarf og traust, og hraða þar með framþróun í vísindum.

Fréttir

Viðburðir, ráðstefnur og fræðsla

Október, 2025


Hvað er opinn aðgangur?

Opinn aðgangur (e. open access – OA) er heiti á alþjóðlegri hreyfingu sem leitast við að stuðla að opinni útgáfu og ókeypis aðgangi að vísindalegu efni á netinu, svo sem ritum og gögnum. Útgefið efni er skilgreint í „opnum aðgangi“ þegar allir hafa hindrunarlausan aðgang að efninu án fjárhagslegra, lagalegra eða tæknilegra hindrana.