Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024

 

 

 

Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024 var haldin dagana 21.-27. október. Þema vikunnar var hið sama og árið 2023:   „Samfélag fram yfir markaðsvæðingu“  (e. Community over Commercialization).

Dagskrá var öllum opin. Rannsakendur og doktorsnemar voru sérstaklega hvattir til að nýta sér kynningarnar. Hér fyrir neðan má sjá glærur og upptökur frá kynningum vikunnar: Lesa áfram „Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024“

OpenAlex – stórt skref til framfara?

Í greininni OpenAlex, a big step towards Open Science? eftir Jeroen Bosman er fjallað um gagnasafnið  OpenAlex sem miðar að því að gera vísindarit aðgengilegri og bæta gagnsæi vísindarannsókna. OpenAlex er samstarfsverkefni vísindamanna frá nokkrum evrópskum háskólum, þar á meðal háskólanum í Utrecht. Fyrir ári síðan mátti finna yfir 250 milljón færslur í gagnasafninu, mun fleiri en færslur í Scopus, Web of Science og Google Scholar.

Með gagnasafninu er leitast við að taka á málum varðandi núverandi útgáfu fræðigreina þar sem aðgangur að þeim er oft takmarkaður af greiðsluveggjum og höfundarréttarmálum. Með því að búa til ókeypis, aðgengilegan gagnagrunn yfir vísindagreinar, stuðlar OpenAlex að lýðræðislegu aðgengi að þekkingu og opnu vísindastarfi.
Lesa áfram „OpenAlex – stórt skref til framfara?“

Kverkatak á akademíunni

Áður fyrr voru tímarit verðmætasta eign fræðilegra útgefenda. Nú eru það gögn – gögn sem þeir safna frá vísindamönnum og selja síðan. Þetta er verulegt áhyggjuefni að mati hóps vísindamanna frá Groningen, Hollandi og sá hópur fer stækkandi.

Sjá nánar í grein frá  Ukrant.nl (Independent news platform for academic Groningen), Academia in a stranglehold eftir Christien Boomsma:

Þegar Eiko Fried, sálfræðingur frá háskólanum í Leiden, bað útgefandann Elsevier um persónuleg gögn sín í desember 2021, fékk hann tölvupóst með hundruðum þúsunda „gagnapunkta“, mörg ár aftur í tímann.

Hann komst að því að Elsevier þekkti nafn hans, tengslanet og rannsóknir. Umsagnir hans höfðu verið skráðar, sem og beiðnir um jafningjamat (e. peer review) sem hann hafði hafnað.

Elsevier hélt utan um IP-tölur hans – m.a. frá heimili hans – persónuleg símanúmer hans og augnablikin þegar Fried skráði sig inn. Skráð var nákvæmlega hvenær hann vann og hvenær hann var í fríi. Þarna voru einnig vefsíður sem hann heimsótti, greinar sem hann hafði hlaðið niður eða bara skoðað á netinu. Hver einasti smellur, hver tilvísun var skráð.

Sjá nánar í greininni Academia in a stranglehold eftir Christien Boomsma: