Er akademían að hindra framgang vísinda?

„Ég áttaði mig á því að við í akademíunni erum hluti af vandamálinu – og jafnvel einn stærsti þátturinn – sem takmarkar framgang vísinda. Vegna þess að eins og er, í besta falli, virka fræðimenn og fræðilegar rannsóknir eins og viðskipti/kapítalískt kerfi, þar sem það mikilvægasta er hagnaður útgefenda og orðstír vísindamanna.“

Afar áhugaverð grein eftir Nokuthula Mchunuis aðstoðarforstöðumann hjá National Research Foundation, Suður-Afríku. Hún vekur upp ýmsar og jafnvel óþægilegar spurningar!

Academia is Now an Obstacle to the Advancement of Science.

 

Í átt að opnari og sanngjarnari útgáfu í framtíðinni – cOAlition S

cOAlition S hefur sett fram tillögu „Í átt að ábyrgri útgáfu“ sem miðar að því að efla ábyrga útgáfuhætti.

Haft var samráð við alþjóðlega hagsmunaaðila sem sýndi greinilega stuðning við „pre-print“ (í. forprent) og „open peer review“ (í. opna ritrýni). Það samráð leiddi einnig í ljós þörfina fyrir samþættingu þvert á útgáfuverklagið og sjálfbæra innviði. Tillagan er tækifæri fyrir bókasöfn, stofnanir, útgefendur og aðra til að virkja og styðja við nýstárlegar útgáfuaðferðir á næsstu árum.

Hægt er að nálgast tillöguna/skýrsluna hér: https://zenodo.org/records/14254275

Hvernig geta rannsakendur stuðlað að demanta opnum aðgangi?

Vert er að skoða áhugaverða bloggfærslu frá Juuso P Ala-Kyyny við Háskólabókasafnið í Helsinki.

Í aðalatriðum eru talin upp nokkur atriði  sem rannsakendur geta gert:

      • Rannsakandi getur kynnt sér valkostina varðandi ókeypis opinn aðgang
      • Rannsakandi getur valið að gefa út þar sem boðið er upp á demanta opinn aðgang
      • Rannsakandi getur valið að ritrýna frekar greinar frá útgáfum sem gefa út í demanta opnum aðgangi
      • Rannsakandi getur tekið þátt í ritstjórn „demantatímarita“ í mismunandi hlutverkum.
      • Sem meðlimur í ritstjórn demantatímaritsins getur rannsakandi kynnt bestu starfsvenjur í útgáfustarfsemi tímaritsins og þannig bætt gæði tímaritsins.
      • Sem meðlimur í ritstjórn tímarits sem ekki er „demantatímarit“ getur rannsakandi stuðlað að breytingum tímaritsins yfir í gjaldfrjálsan opinn aðgang.
      • Rannsakandi getur vakið máls á demanta opnum aðgangi í mismunandi félögum og rannsóknanetum.

Sjá nánar https://blogs.helsinki.fi/thinkopen/diamond-oa-challenge-2024/

Skýringarmynd eftir Jamie Farquharson, CC BY.