Nýr staðall um demanta opinn aðgang DOAS

Stefna evrópusambandsins og margra þeirra sjóða sem styrkja rannsóknir er í þá átt að niðurstöður rannsókna sem styrktar eru birtist í opnum aðgangi. Raunar er stefnan nú þegar að ganga lengra og þess krafist að niðurstöður rannsókna sem styrktar eru af almannafé eigi að birta í demanta opnum aðgangi. Þetta útgáfuform byggir á því að hvorki lesandi né höfundur þurfi að greiða fyrir útgáfu og lestur rannsóknarniðurstaðnanna. Evrópusambandið fjármagnaði Diamas verkefnið sem var ætlað að kortleggja demanta opna útgáfu í ERA (European research area), bæta gæði þessa útgáfuforms og ýta undir samvinnu með því að byggja samfélag utan um útgáfu í demanta opnum aðgangi á ERA svæðinu. Einn afrakstur þessa samstarfs er DOAS staðallinn, eða Diamond open access standard sem er ætlað að hjálpa útgefendum við að bæta gæði útgáfunnar, skilgreina almennilega hvað demanta opinn aðgangur merkir og skjóta styrkari stoðum undir útgáfustarfsemina.

Staðallinn tekur á 7 grunnþáttum vísindalegrar útgáfu

  1. Fjármögnun
  2. Löglegt eignarhald, hlutverk og stjórnskipan útgáfunnar
  3. Opin vísindi
  4. Ritstjórn, gæði hennar og rannsóknarsiðferði
  5. Tæknileg skilvirkni þjónustu
  6. Sýnileika, miðlun, markaðssetningu og áhrif
  7. Jöfnuð, fjölbreytileika, inngildingu og tilverurétt (EDIB ), fjöltyngi og jafnrétti kynjanna.

Þannig er til dæmis farið fram á það í staðlinum að eignarhald útgáfunnar sé gagnsætt og í eigu fræðasamfélagsins, fjármögnun hennar sé kortlögð til meðallangs tíma og allar upplýsingar um afnotaleyfi á efni útgáfunnar komi skýrt fram á vefsíðum útgáfunnar. Staðalinn má lesa hér, en auk hans er mögulegt fyrir útgefendur að taka sjálfspróf úr staðlinum sem gefur þá góða mynd af því hvar hægt er að bæta útgáfuhætti. Sjálfsprófið má taka hér.

 

Um réttindavarðveislu stofnana – ný skýrsla

Building bridges to open access: Paths to Institutional Rights Retention in Europe 2024

Ný skýrsla er komin út á vegum SPARC Europe varðandi varðveislu réttinda stofnana.

Skýrslan er afrakstur lotu tvö í verkefninu Project Retain hjá SPARC Europe og  markar mikilvægt skref í átt að betri skilningi á þróun stefna um varðveislu réttinda stofnana víðs vegar um Evrópu. Byggt er á niðurstöðum og innsýn sem fékkst með skýrslunni Opening Knowledge: Retaining Rights and Licensing in Europe 2023.

Þannig inniheldur þessi nýjasta skýrsla dæmisögur frá tíu Evrópulöndum, sem sýnir ólíkar nálganir og aðferðir sem löndin fara varðandi stefnumótun. Sagt er frá aðgerðum og aðferðum sem eftirfarandi lönd hafa beitt:  Búlgaría, Finnland, Frakklandi, Írland, Ítalía, Holland, Noregur, Serbía, Slóvenía og Bretland.

Lesa áfram „Um réttindavarðveislu stofnana – ný skýrsla“

Canceled! Webinar 5th March : Overview of ORCID/ORCID auðkenni –

This webinar is cancelled due to illness. We hope to reschedule it for later.

Overview of ORCID

In today’s research landscape, managing your scholarly identity and ensuring your work is properly attributed is more important than ever. One powerful tool that helps with this is the ORCID number – a unique identifier assigned to researchers worldwide. ORCID (Open Researcher and Contributor ID) ensures that your work is consistently linked to you, regardless of name changes, institutional affiliations, or publication venues.

In this presentation, we will explore the benefits of obtaining an ORCID number, how it simplifies your academic and professional life, and how it can enhance the visibility and impact of your research.

Language: English
Presenter: Hilma Gunnarsdóttir, information specialist Landsbókasafn – Háskólabókasafn

Join the Teams meeting

Lesa áfram „Canceled! Webinar 5th March : Overview of ORCID/ORCID auðkenni –“