Áhrif Plan S á fræðileg samskipti

Hver eru áhrif Plan S á alþjóðlegt vistkerfi fræðilegra samskipta?

Eftir 5 mánaða rannsókn eru ráðgjafar frá scidecode science consulting (já… með litlum staf…) tilbúnir að kynna fyrstu niðurstöður. Það er vissulega fróðlegt fyrir alla hagsmunaaðila að skoða þær niðurstöður; þ.m.t. talsmenn opins aðgangs, upplýsingafræðinga, styrkveitendur, rannsakendur og útgefendur.

Hér fyrir neðan fylgir upptaka af veffundi sem haldinn var 9. apríl 2024 á vegum OASPA (Open Access Scholarly Publishing)

Nánar um dagskrá:

   • 5 mínútna kynning eftir Ashley Farley, fulltrúa cOAlition S frá Bill og Melinda Gates Foundation um tilgang rannsóknarinnar  og markmið.
   • 20 mínútna kynning ráðgjafafyrirtækisins scidecode þar sem rannsóknin og fyrstu niðurstöður hennar verða kynntar.
   • 15 mínútna kynning frá Emmu Wilson frá Royal Society of Chemistry á vegvísi þeirra varðandi umskipti yfir í tafarlausan opinn aðgang og áhrifin sem Plan S hefur haft á hönnun vegvísisins.
   • 35 mínútna umræður sem áttu sér stað við áhorfendur í gegnum Zoom kannanir, spurningar og svör.