Svíar eru í forsæti ráðs Evrópusambandsins um þessar mundir og gáfu frá sér yfirlýsingu varðandi opinn aðgang í kjölfar umræðu meðal meðal ráðherra rannsókna.
Rannsóknargreinar ESB ríkja ættu að vera aðgengilegar tafarlaust með opnum leyfum , segja Svíar.
„Það að gera fræðilega útgáfu aðgengilega öllum með hraði stuðlar að hágæða rannsóknum“, sögðu Svíar 8. febrúar 2023. „Þess vegna ætti að vera sjálfgefið að veita tafarlausan opinn aðgang að ritrýndum rannsóknarafurðum með opnum leyfum.“
Á fundi sama dag ræddu rannsóknarráðherrar ESB áskoranir varðandi leiðir að þessu markmiði.
Menntamálaráðherra Svíþjóðar, Mats Persson sagði í kjölfarið: „Það eru mál sem þarf að takast á við — til dæmis hár kostnaður við útgáfu og lestur greina. Einnig sú staðreynd að sum tímarit hafa ekki nægilega góða ferla til að tryggja gæði útgáfunnar.“ Lesa áfram „ESB: Tafarlaus opinn aðgangur að fræðigreinum“