Gerð var könnun meðal rannsakenda sem áttu greinar sem út komu 2021 og 2022 og skráðar voru í Web of Science. Þýðið voru þeir höfundar sem önnuðust bréfaskipti (e corresponding authors) og slembiúrtak tekið úr þeirra hópi. Rannsakendur komu frá Kína, Bandaríkjunum, Evrópu og öðrum löndum.
Ætlar þú að birta í tímariti frá Karger?
Ef þú hyggur á birtingu greinar í einu af tímaritum Karger, er vert að vekja athygli á sérstökum landssamningi við útgefandann sem gildir út árið 2023. (ATH: Uppfært – Samningurinn hefur verið framlengdur út árið 2024).
Samningurinn felur í sér að árið 2023 (og 2024 uppfært) geta íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í tímaritum Karger, sótt um niðurfellingu birtingagjalds (APC – article processing charge) sem og niðurfellingu viðbótarútgáfukostnaðar (Authors ChoiceTM) að því tilskyldu að handrit þeirra séu samþykkt til birtingar.
Þetta gildir um greinar sem birtar eru í tímaritum Karger sem eru alfarið í opnum aðgangi sem og í sk. „hybrid“ tímaritum frá Karger (áskriftartímarit sem bjóða upp á birtingu greina ýmist í lokuðum eða opnum aðgangi).
Opin vísindi sem námskeið á háskólastigi?

„Opin vísindi eru einfaldlega góð vísindi á stafrænum tímum“. Þetta er tilvitnun í Dr. Heidi Seibold sem starfar á eigin vegum við að leiðbeina rannsakendum sem vilja gera rannsóknarniðurstöður sínar opnar og aðgengilegar. Hún leggur áherslu á að ef ætlunin sé að ala upp góða vísindamenn, þurfi að koma opnum vísindum inn í kennsluskrá háskóla.
Dr. Heidi tók nýlega þátt í Open Science Retreat, 3. – 7. apríl 2023, þar sem hún var einn höfunda námskeiðs sem spannar eina önn og hugsað er fyrir nemendur sem eru allt frá því að vera langt komnir í grunnnámi háskóla til nýdoktora.
Hugmyndin er sú að námskeiðið spanni 12 vikur með 2×90 mín. kennslustundir á viku. Lýsing á námskeiðinu hér.
Námskeiðið er með höfundaleyfið CC-BY sem þýðir að það má nota það á hvaða veg sem er svo fremi sem upphaflegra höfunda er getið.
Námskeiðið er í 8 hlutum:
-
-
- Introduction
- Open Methodology
- Open Data
- Open Source
- Open Access
- Open Peer Review
- Open Science Engagement in Academia and Beyond
- Open Culture Change: Change Management & Mentoring Change into the System
-