Könnunin The State of Open Data hefur nú farið fram í níunda sinn. Könnunin veitir mikilvægar upplýsingar um atferli vísindamanna varðandi opin gögn. Um er að ræða samstarfsverkefni Figshare, Digital Science og Springer Nature.
Með því að sameina upplýsingar og gögn frá þremur mismunandi aðilum, þ.e. Dimensions, Springer Nature Data Availability Statements (DAS) og Chan Zuckerberg Initiative-funded Data Citation Corpus (CZI DCC), þá afhjúpast tengsl milli ritrýndra rannsókna og gagnasetta sem eru aðgengileg.
Forsvarsmenn könnunarinnar telja þetta stökk frá því að skilja hvað fólk segist ætla að gera yfir í að sýna hvað það í raun gerir. Þetta er mikilvægt skref til að knýja fram breytingar og skilja hvernig brúa megi bilið milli stefnu og framkvæmda í miðlun opinna gagna.