Spánverjar gefa út stefnu um opin vísindi

Spánverjar hafa gefið út stefnu sína um opin vísindi til næstu ára: National Strategy for Open Science (ENCA) 2023 – 2027. Áhersla er lögð á opinn aðgang að rannsóknaafurðum sem styrktar eru með opinberu fé, fjölbreyttar útgáfuaðferðir og óhagnaðardrifin módel varðandi tryggingu gæða.

Stefnan miðar að því að bæta gæði vísinda, gagnsæi og  samanburðarnákvæmni. Hún er í samræmi við stefnu Evrópusambandsins um opnar rannsóknir og opin gögn.

Hvíta húsið og opinn aðgangur

Fréttir varðandi opinn aðgang frá Hvíta húsinu í Washington:

Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 uppfærði skrifstofa vísindi og tækni Hvíta hússins stefnu sína um niðurstöður rannsókna. Nú þarf strax að gera niðurstöður rannsókna sem studdar eru af almannafé aðgengilegar bandarískum almenningi án birtingatafa (embargo) og kostnaðar.

Allar stofnanir hins opinbera munu innleiða þessar uppfærðu leiðbeiningar að fullu og þar með binda enda á 12 mánaða birtingatöf (sem var valkvæð), eigi síðar en 31. desember 2025.

Í þessu samhengi er vitnað er til orða Bidens Bandaríkjaforseta frá 2016 þegar hann var varaforseti:

“Right now, you work for years to come up with a significant breakthrough, and if you do, you get to publish a paper in one of the top journals, For anyone to get access to that publication, they have to pay hundreds, or even thousands, of dollars to subscribe to a single journal. And here’s the kicker — the journal owns the data for a year. The taxpayers fund $5 billion a year in cancer research every year, but once it’s published, nearly all of that taxpayer-funded research sits behind walls. Tell me how this is moving the process along more rapidly.” 

Breskir háskólar og stefnur um opinn aðgang

Kings College, Cambridge

Háskólinn í Edinborg gaf út nýja stefnu varðandi rannsóknarafurðir og höfundarétt í september 2021 fyrir rannsakendur sína sem  tók gildi 1. janúar 2022: Research Publications & Copyright Policy.

Háskólinn í Cambridge setti sömuleiðis nýverið af stað tilraunaverkefni, Rights retention pilot, til eins árs sem felur að mestu leyti í sér sömu stefnu og hjá Háskólanum í Edinborg. Verkefnið hófst  1. april 2022 og stendur til 31. mars 2023 og verður þá endurskoðað. Haft var til viðmiðunar n.k. sniðmát frá Harvard University en þar hafa yfirlýsingar um varðveislu réttinda akademískra höfunda verið við lýði síðan 2008.

Háskólarnir fara m.a. fram á að höfundar láti eftirfarandi klausu fylgja handriti sínu: „For the purpose of open access, the author has applied a Creative Commons Attribution (CC BY) licence to any Author Accepted Manuscript version arising from this submission“.