Sögulegt yfirlit um opinn aðgang

Jean Claude Guédon prófessor við Montréal háskóla í Kanada og einn af höfundum Búdapestyfirlýsingarinnar, hélt nú á dögunum sérdeilis gott erindi um sögu opins aðgangs í samhengi við sögu og útgáfu vísindatímarita. Erindið var haldið á ráðstefnu í París sem Alþjóðamiðstöð ISSN stóð fyrir nú í apríl.  Í erindinu er farið vandlega yfir sögu prentaðra vísindatímarita, ástæðu samþjöppunar á útgáfumarkaðinum, upphaf áhrifastuðulsins ISI, aukins áskriftarkostnaðar tímarita sem bókasöfn og háskólar standa fyrir og hugsanlegar ástæður þess að opinn aðgangur á vísindaefni er komin svo skammt á veg sem raun ber vitni.

Á ráðstefnunni voru einnig mörg önnur fróðleg erindi um opinn aðgang, þau má nálgast á slóðinni: https://webcast.in2p3.fr/container/issn-conference-2018