Plan S – ársskýrsla 2022

Komin er út ársskýrsla „Plan S“ fyrir 2022.

Plan S er áætlun á vegum  cOAlition S,   alþjóðlegu bandalagi rannsóknasjóða og styrktaraðila rannsókna um fullan opinn aðgang að vísindaefni. Áætluninni  var hleypt var af stokkunum í september 2018.

Í formála ársskýrslunnar segir eftirfarandi (lauslega þýtt):
„Hjá cOAlition S erum við staðráðin í að flýta fyrir umskiptum yfir í opinn aðgang. Sem alþjóðleg samtök stofnana sem fjármagna rannsóknir ásamt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, höfum við verið að útfæra stefnu og verkfæri síðan 2018 til að ná markmiði Plan S. Í þessari ársskýrslu kynnum við yfirlit  starfsemi okkar árið 2022 og færum nýjustu fréttir af stefnum okkar, verkfærum og þjónustu. Við gerum einnig grein fyrir stuðningi okkar við ýmis útgáfumódel og leggjum áherslu á framtak einstakra fjármögnunaraðila cOAlition S. Í síðasta kafla má sjá sýnishorn af áætlunum okkar fyrir árið 2023 þar sem við veltum fyrir okkur fræðilegum samskiptum til framtíðar….“

Skoða ársskýrslu Plan S (.pdf)

Opinn aðgangur og hremmingar heimsins

Ebólavírus

Ef eitthvað má læra af heimsfaraldri og kreppuástandi í kjölfarið er það án efa hversu miklu máli skiptir að hafa opinn aðgang að upplýsingum. Þegar samfélög og hagkerfi heimsins verða fyrir slíkum skakkaföllum sem COVID-19 hefur valdið, þarf aðgangur að staðreyndum og tölum að vera greiður. Við þurfum að vita hvað er að gerast í heiminum; við þurfum aðgang að þekkingu sem gerir sérfræðingum okkar kleift að leita lausna til að koma okkur út úr ástandinu.
Lesa áfram „Opinn aðgangur og hremmingar heimsins“

Ný bók um Plan S

Búið er að gefa út bók um Plan S – áætlun frá  alþjóðlegu bandalagi rannsóknasjóða og styrktaraðila sem kynnt var í september 2018 og þótti bæði djarft og mikilsvert framtak. Bókin er að sjálfsögðu í opnum aðgangi:

Smits, R.-J., 2022. Plan S for Shock. London: Ubiquity Press. DOI: https://doi.org/10.5334/bcq

Í bókinni færir höfundur áætlunarinnar, Robert-Jan Smits, sannfærandi rök fyrir opnum aðgangi og opinberar í fyrsta skipti hvernig hann hófst handa við að gera þessa umdeildu áætlun að veruleika og þær áskoranir sem á vegi hans urðu. Hann heldur því fram að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi afhjúpað hversu ósjálfbær hefðbundin fræðileg útgáfa er í raun og veru. Lesa áfram „Ný bók um Plan S“