Burt með birtingagjöldin

Styrkveitendur rannsókna sem eru aðilar að áætluninni Plan S hafa beðið  rannsóknageirann um endurhugsa núverandi módel varðandi opinn aðgang og birtingagjöld (e. APC – article processing charges) sem þeir segja að virki ekki.

Styrkveitendur krefjast tafarlauss opins aðgangs að rannsóknaafurðum sem þeir hafa stutt. Hópurinn tilkynnti þann 27. júní 2023 að stofnaður yrði vinnuhópur til að skoða önnur viðskiptamódel en ríkjandi APC gjöld.

APC eru gjöld fyrir hverja grein sem greidd eru til útgefenda fyrir opinn aðgang. Gjöldin eru venjulega greidd með fjármunum frá styrkveitendum eða rannsóknastofnun þannig að vísindamenn þurfa ekki beinlínis að hafa áhyggjur af kostnaðinum.

En það eru áhyggjur af vaxandi kostnaði meðal styrkveitenda, stofnana og þeirra sem móta stefnu um opinn aðgang. Í maí 2023 samþykkti Evrópuráðið þá afstöðu  að „aukinn kostnaður við … fræðilega útgáfu valdi ójöfnuði og sé að verða ósjálfbær“.

Nánar um þetta í greininni Alternatives to „dysfunctional“ open-access model sought.

Plan S – ársskýrsla 2022

Komin er út ársskýrsla „Plan S“ fyrir 2022.

Plan S er áætlun á vegum  cOAlition S,   alþjóðlegu bandalagi rannsóknasjóða og styrktaraðila rannsókna um fullan opinn aðgang að vísindaefni. Áætluninni  var hleypt var af stokkunum í september 2018.

Í formála ársskýrslunnar segir eftirfarandi (lauslega þýtt):
„Hjá cOAlition S erum við staðráðin í að flýta fyrir umskiptum yfir í opinn aðgang. Sem alþjóðleg samtök stofnana sem fjármagna rannsóknir ásamt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, höfum við verið að útfæra stefnu og verkfæri síðan 2018 til að ná markmiði Plan S. Í þessari ársskýrslu kynnum við yfirlit  starfsemi okkar árið 2022 og færum nýjustu fréttir af stefnum okkar, verkfærum og þjónustu. Við gerum einnig grein fyrir stuðningi okkar við ýmis útgáfumódel og leggjum áherslu á framtak einstakra fjármögnunaraðila cOAlition S. Í síðasta kafla má sjá sýnishorn af áætlunum okkar fyrir árið 2023 þar sem við veltum fyrir okkur fræðilegum samskiptum til framtíðar….“

Skoða ársskýrslu Plan S (.pdf)