Sögulegt yfirlit um opinn aðgang

Jean Claude Guédon prófessor við Montréal háskóla í Kanada og einn af höfundum Búdapestyfirlýsingarinnar, hélt nú á dögunum sérdeilis gott erindi um sögu opins aðgangs í samhengi við sögu og útgáfu vísindatímarita. Erindið var haldið á ráðstefnu í París sem Alþjóðamiðstöð ISSN stóð fyrir nú í apríl.  Í erindinu er farið vandlega yfir sögu prentaðra vísindatímarita, ástæðu samþjöppunar á útgáfumarkaðinum, upphaf áhrifastuðulsins ISI, aukins áskriftarkostnaðar tímarita sem bókasöfn og háskólar standa fyrir og hugsanlegar ástæður þess að opinn aðgangur á vísindaefni er komin svo skammt á veg sem raun ber vitni.

Á ráðstefnunni voru einnig mörg önnur fróðleg erindi um opinn aðgang, þau má nálgast á slóðinni: https://webcast.in2p3.fr/container/issn-conference-2018

Opin vísindi – varðveislusafn fyrir vísindagreinar

Ein leið til útgáfu í opnum aðgangi er birting með grænu leiðinni (e. green open access). Handrit að grein er birt og gert aðgengilegt í  varðveislusafni eins og Opnum vísindum, samhliða birtingu annars staðar. Höfundur sendir varðveislusafninu ýmist óritrýnt handrit (Pre-print) eða ritrýnt lokahandrit (Post-print/Accepted manuscript) sem tilbúið er til birtingar. Einstaka sinnum er hægt að birta endanlega útgáfu ef tímaritið er opið. Greinin er síðan gefin út í áskriftartímariti en er jafnframt aðgengileg í opnum aðgangi í varðveislusafninu. Stundum er birtingartöf á efni sé þessi leið farinn, en það er mismunandi eftir útgefendum (sjá nánar um birtingatafir)

Upplýsingar um útgáfustefnu einstakra tímarita, birtingartöf og hvaða útgáfu greina má vista í varðveislusöfnum er hægt að nálgast hjá SherpaRomeo

Við hvetjum alla fræðimenn til að senda leyfilegar útgáfur greina sinna í Opin vísindi. Hér eru leiðbeiningar um skil í Opin vísindi

 

Þjónustugjöld vegna birtinga (APC) og birtingatafir útgefanda

Þjónustugjöld vegna birtinga (Article Processing Charge eða APC) eru gjöld sem útgefendur rukka höfunda fyrir birtingu í opnum aðgangi. Þessi gjöld eru mismunandi eftir útgefendum. Birting er ýmist í áskriftartímariti, og er þá viðkomandi grein í opnum aðgangi en aðrar greinar í tímariti geta verið í lokaðar (Hybrid Gold Access) eða tímariti sem allt er í Opnum aðgangi

Allir útgefendur leyfa birtingu handrita (Pre-Print eða Post-Print) í varðveislusöfnum (Opin vísindi) en með mislöngum birtingatöfum

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir APC gjöld og birtingatafir helstu útgefanda

  Elsevier Emerald Sage Springer Taylor & Francis Wiley
Gullna leiðin (APC gjöld) 15 – 500 þús. 200 – 300 þús. 100 – 400 þús. 300 þús. 295 þús. 110 – 500 þús.
Pre-Print (Græna leiðin) Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf
Post-Print (Græna leiðin) 12 – 48 mánaða birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf 12 mánaða

birtingatöf

12-18 mánaða

birtingatöf

12-24 mánaða birtingatöf

Nánari upplýsingar