BerlinUP – nýr útgefandi bóka og tímarita í opnum aðgangi

Historic and modern buildings at Campus Charité Mitte BerlinUP –  Berlin Universities Publishing er nýr útgefandi bóka og tímarita í opnum aðgangi. Að útgáfunni stendur Bandalag háskóla í Berlín,  Berlin University Alliance. Bókasöfn eftirfarandi háskóla styðja framtakið:

    • Freie Universität Berlin
    • Humboldt Universität zu Berlin
    • Technische Universität Berlin
    • Charité – Universitätsmedizin Berlin.

Gefnar verða út bækur og tímarit frá háskólunum innan bandalagsins, en einnig er BerlinUP ráðgefandi um útgáfu í opnum aðgangi.

Mynd: Historic and modern buildings at Campus Charité Mitte (CCM).
By Dirk1981 – Own work, CC BY-SA 4.0

Mat á rannsóknum: Samningur um endurbætur í höfn

Búið er að ljúka gerð samnings um endurbætur á rannsóknarmati en ferlið við þá vinnu hófst í janúar 2022. Þann 8. júlí sl. var síðan haldinn fundur hagsmunaaðila þar sem saman komu yfir 350 stofnanir frá rúmlega 40 löndum sem lýst höfðu áhuga á að taka þátt í ferlinu. Sjá lista. Háskóli Íslands er enn sem komið er eina íslenska stofnunin sem getið er um.

Þann 20. júlí 2022 sl. var lokaútgáfa samningsins kynnt og þar koma „opin vísindi“ vissulega við sögu.
Lesa áfram „Mat á rannsóknum: Samningur um endurbætur í höfn“

Mannréttindayfirlýsing SÞ frá 1948 og vísindi

Þegar rætt er um opin vísindi og opinn aðgang er ekki úr vegi að rifja upp Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var hinn 10. desember 1948 (yfirlýsingin á ensku).

Grein nr. 27 fjallar að hluta um vísindi.

Grein nr. 27 á íslensku:

      1. Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins, njóta lista, eiga þátt í framförum á sviði vísinda og verða aðnjótandi ábata er af þeim leiðir.

      2. Allir skulu njóta verndar þeirra hagsmuna, í andlegum og efnalegum skilningi, er leiðir af vísindaverki, ritverki eða listaverki sem þeir eru höfundar að.

Vangaveltur og spurningar um vísindi og tækni út frá mannréttindasjónarmiðum (Nancy Flowers, 1998)