Barcelona-yfirlýsingin og opnar rannsóknaupplýsingar

Yfir 40 stofnanir hafa skuldbundið sig til að efla gagnsæi um miðlun upplýsinga um rannsóknaraðferðir sínar og afrakstur þeirra.

Barcelona-yfirlýsingin svokallaða, sem gefin var út 16. apríl 2024, kallar eftir að opnar rannsóknarupplýsingar eða lýsigögn (e. metadata) sé almenna reglan. Þeir sem hafa undirritað yfirlýsinguna eru m.a. fjármögnunaraðilar og æðri menntastofnanir og má þar nefna Gates Foundation og Coimbra Group sem er fulltrúi 40 evrópskra háskóla.

Sjá nánar: Barcelona Declaration Pushes for Open Default to Research Information

Háskólinn í Leiden og opin vísindi

Ein af undirstofnunum Háskólans í Leiden, Hollandi er CWTS – The Centre of Science and Technology Studies. Þetta er þverfagleg rannsóknastofnun sem rannsakar vísindarannsóknir og tengsl þeirra við tækni, nýsköpun og samfélag.

Innan stofnunarinnar eru opin vísindi (OS) algengt umræðuefni en hvað er raunverulega að gerast „á gólfinu“ í þessum efnum?  Ana Parrón Cabañero doktorsnemi við CWTS tók viðtöl við nokkra samstarfsmenn og kannaði hvernig gengur að koma á tengslum við opin vísindi í verkefnum stofnunarinnar: Walking the talk: a peak into Open Scince practices at CWTS.

Þess má geta að Háskólinn í Leiden lítur á opin vísindi (e. Open Science) sem lykilþátt til að ná því markmiði auka vísindaleg og samfélagsleg áhrif og til þess að efla gæði rannsókna og heilindi.

Hvatt er til að vinna í takt við opin vísindi innan háskólans alls.

Nánar um þetta í greininni Walking the talk: a peak into Open Science practices at CWTS.

Mynd: By Rudolphous – Own work, CC BY 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=9387291

Staða gagnavarðveislusafna í heiminum sem skráð eru í OpenDOAR

Nýlega birtust niðurstöður rannsóknar sem gerð var til að varpa ljósi á núverandi stöðu gagnavarðveislusafna sem skráð eru í OpenDOAR – Directory of Open Access Repositories.

Þróuð lönd eins og Bretland og Bandaríkin taka fyrst og fremst þátt í þróun varðveislusafna stofnana í opnum aðgangi sem innihalda mikilvæga þætti OpenDOAR. Mest notaði hugbúnaðurinn er Dspace. Flest varðveislusöfnin eru OAI-PMH samhæfð en fylgja ekki reglum um opinn aðgang.

Meira um niðurstöður rannsóknarinnar hér:
Global status of dataset repositoies at a glance: study based on OpenDOAR

Heimild: Sofi, I.A.Bhat, A. and Gulzar, R. (2024), „Global status of dataset repositories at a glance: study based on OpenDOAR“, Digital Library Perspectives, Vol. ahead-of-print No. ahead-of-print. https://doi.org/10.1108/DLP-11-2023-0094