Á vefnum Open Science Observatory frá OpenAIRE er hægt að sjá skýra mynd af stöðu opins aðgangs í Evrópu og einstaka löndum Evrópu. Tölurnar eiga við um ritrýnt, opið efni/rannsóknaniðurstöður:
Open Knowledge Maps
Open Knowledge Maps er ein stærsta sjónræna leitarvélin (e. visual search engine) á sviði vísinda. Að baki liggja gagnasöfnin PubMed og BASE (Bielefeld Academic Search Engine). Hér fyrir neðan má sjá mynd af leitinni open access AND impact en þar sýnir leitarvélin þær 100 greinar sem hún metur að tengist best efninu. Forvitnir geta lesið nánar um hvar og hvernig er leitað. Greinar í opnum aðgangi eru sérstaklega merktar.
Leiðarvísir fyrir háskóla frá EUA
European University Association hefur gefið út gátlista/leiðarvísi fyrir háskóla sem vilja þróa frekar „opinn aðgang“ . Útgáfa vísindalegs efnis hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár, orðið bæði flóknari og kraftmeiri. Umhverfi „opins aðgangs“ hefur á sama tíma breyst mikið. Mörg skref hafa verið tekin í rétta átt en enn þá er mikið verk óunnið.
Markmið þessa gátlista er að styðja háskóla í viðleitni þeirra til að þróa enn frekari virkni á sviði „opins aðgangs“, þar sem háskólar geta nýtt sér þau atriði sem eiga best við þeirra starfsemi og sérstöðu:
Listinn er þríþættur:
1) Valdefling: Stefnumörkun og áætlanir
2) Uppbygging með þátttöku bókasafna og samvinnu varðandi samninga (consortium)
3) Styrking þess fyrirkomulags sem fyrir er með þátttökufræðasamfélagsins og innviða þess
Leiðarvísir fyrir háskóla (.pdf)