Nordic Capacity Center for Diamond Open Access: Markku Roinila
/
RSS Feed
Share
Link
Embed
Markku Roinila er upplýsingafræðingur hjá Háskólabókasafninu í Helsinki. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á útgáfu í opnum aðgangi. Við ræðum um hvernig útgáfa í opnum aðgangi fer fram í Finnlandi, en notkun OJS (open journals system) og OMP (open monograph press) er töluverð þar í landi. Við ræðum hvernig staðið er að stuðningi við þessi kerfi og hver staða opins aðgangs og demanta opins aðgangs er í Finnlandi og á norðulöndunum.
Nordic Capacity Center for Diamond Open Access (NCCDiOA): Per Pippin Aspaas
/
RSS Feed
Share
Link
Embed
Hluti 2 -Demanta opinn aðgangur í Noregi- viðtal við Per Pippin Aspaas
Í þessum þætti ræðum við við Per Pippin Aspaas, sem starfar við Universitetsbiblioteket i Tromsø og hefur lengi verið í fararbroddi í málefnum opinna vísinda og demanta opins aðgangs. Per segir frá því starfi sem fer fram í Noregi við að efla útgáfu í demanta opnum aðgangi, hvernig útgáfuformið getur styrkt rannsóknir á litlum málsvæðum og samstarfi bókasafna og fræðasamfélagsins innan Nordic Capacity Centre for Diamond Open Access (NCCDiOA).
Við tölum einnig um Muninn ráðstefnuna sem haldin er árlega í Tromsø fyrir fræðilega útgáfu og reynslu hans sem hlaðvarpsstjórnanda Open Science Talk, þar sem hann hefur tekið fjölmörg samtöl við sérfræðinga um opin vísindi, gagnsæi og framtíð fræðilegrar miðlunar.
Nordic Capacity Center for Diamond Open Access (NCCDiOA): Sofie Wennström
/
RSS Feed
Share
Link
Embed
Í þessum þætti hlaðvarpsins ræðum við við Sofie Wennström, verkefnastjóra hjá Háskólabókasafni Stokkhólms og einn af lykilaðilum í norræna samstarfsverkefninu NCCDiOA (Nordic Capacity Centre for Diamond Open Access).
Í spjallinu fjöllum við um hvernig unnið er að því að byggja upp innviði fyrir demanta opinn aðgang – útgáfu þar sem hvorki höfundar né lesendur greiða gjöld, heldur er útgáfan studd af samfélaginu og opin öllum. Sofie segir frá stöðu mála í Svíþjóð, áskorunum og tækifærum, og því hvernig NCCDiOA vinnur að því að efla sjálfbæra fræðilega útgáfu á Norðurlöndunum.