Píratadrottningin og hakkarinn

Þórný Hlynsdóttir, forstöðumaður bókasafns Háskólans á Bifröst
Greinin birtist upphaflega í Kjarnanum, 21. október 2020.

Þann 11. jan­úar 2013 svipti ungur maður sig lífi síðla kvölds á heim­ili sínu og unn­ustu hans í Brook­lyn í New York. Hann var aðeins 27 ára gam­all, tölvunörd og hakk­ari og dáður í þeim hópi. Þessi ungi maður var þá þegar orð­inn snill­ing­ur, höf­undur RSS áskrift­ar­vakans, Mark­down for­rits­ins og Creative Comm­ons afnota­leyf­is­ins sem margir sem nota netið þekkja vel. Árið 2010 fékk hann starf við rann­sóknir í Harvard háskóla og fram­tíðin virt­ist björt. 

Hvað leiddi til þess að svo hæfi­leik­a­ríkur ungur maður grípur til slíks örþrifa­ráðs? Jú, hann hafði nýlega verið hand­tek­inn af lög­reglu MIT (Massachu­settes Institute of Technology) fyrir þjófnað og inn­brot eftir að hafa notað net­kerfi og net­þjóna MIT til að hlaða niður á kerf­is[bund­inn hátt vís­inda­greinum úr JSTOR tíma­rita­safn­inu á gesta­að­gangi stofn­un­ar­inn­ar. JSTOR er stór útgef­andi sem sér­hæfir sig í að gera eldra efni aðgengi­legt á vef. Banda­rísk yfir­völd höfðu því birt honum stefnu aðeins tveimur dögum fyrr þar sem saka­giftir gátu valdið 35 ára fang­elsun eða sekt upp á eina milljón Banda­ríkja­dala. 

Ekki eru allir sam­mála um að Aaron Schwarz hafi verið glæpa­mað­ur. Hann barð­ist gegn ósann­girni í útgáfu vís­inda­rann­sókna, auknum höf­und­ar­rétti vís­inda­manna á rann­sóknum og skrifum á net­inu, hlutum sem honum fannst þá þegar stefna í óefni. Eftir dauða sinn var hann tek­inn inn í félaga­sam­tökin Inter­net Hall of Fame, sam­tök sem heiðra þá sem hafa náð eft­ir­tekt­ar­verðum árangri í fram­þróun netheima.

Hinum megin í heim­inum var ung kona nokkrum árum fyrr að brjót­ast til mennta í Rúss­landi en Alex­andra Elbakyan, var stöðugt að rekast á svo­kall­aðan greiðslu­vegg (e. paywall) þar sem hún var rukkuð fyrir aðgang að því vís­inda­efni sem hún þurfti að kom­ast í. Ef hún ekki borg­aði gat hún ekki lesið og þetta pirraði hana og hún greip til sinna ráða. 

Greiðslu­veggir eru hönnun útgef­enda, bæði sú áskrift sem þeir bjóða og síðan gjald­taka fyrir ein­staka grein­ar. Greiðslu­veggjum er stýrt með IP-­tölu aðgengi eða aðgangs­orð­um, háskólar sem kaupa áskrift gefa upp IP-­tölu mengi sinna skóla og fá þannig aðgang. Greiðslu­mód­elið sem útgef­endur bjóða háskólum er oft­ast nær svo­kall­aður stór­pakki (e. Big Deal). Þeir stjórna því hvað pakk­inn inni­heldur og geta breytt inni­haldi hans jafn­vel meðan á áskrift stend­ur. Nýj­ustu rann­sóknum er þó mjög oft haldið utan við áskrift­ina, algeng bið eftir að nýj­ustu greinar birt­ist áskrif­endum eru sex til átján mán­uð­ir, en getur þó verið enn lengri tími. Þessi birt­ing­ar­töf hefur þær afleið­ingar að þeir áskrif­endur sem ekki eru til­búnir að borga auka­lega fyrir nýlega rann­sókn geta þurft að bíða eftir að hún verði aðgengi­leg í pakka­á­skrift­inni. Þetta er því orðin tvö­föld hindr­un, eða tvö­faldur greiðslu­vegg­ur, þegar not­andi þarf að borga fyrir aðgang að vís­inda­grein, jafn­vel þott hann sé með áskrift og ætti því að hafa aðgang.  

Rússneski háskól­inn sem Alex­andra stund­aði nám við hefur án efa verið áskrif­andi að ein­hverjum vís­inda­tíma­ritum árið 2009, en greiðslu­veggir eru stað­reynd þrátt fyrir áskrift­ir. Staðan er því miður þannig að heilar heims­álfur eru meira og minna utan við greiðslu­vegg­ina, litlar rann­sókna­stofur eru utan þeirra og almenn­ingur víð­ast hvar kemst ekki í rann­sóknir sam­landa sinna þrátt fyrir að þær séu kost­aðar af almanna­fé. Aðeins lít­ill hluti rann­sókn­ar­nið­ur­staðna skilar sér í raf­ræn varð­veislu­söfn háskól­anna sem eru í opnum aðgangi.

Stór­pakk­arnir eru dýrir og getur áskrift að þeim hlaupið á tugum millj­óna  króna á ári sem gerir það að verkum að tæki­færi fátækra ríkja og rann­sak­enda í smærri háskólum til að nálg­ast vís­inda­legt efni á net­inu, efni sem þeir þurfa að nálg­ast til að þróa rann­sóknir sín­ar, eru enn verri en þeirra sem hafa þó aðgang gegnum stór­pakka. 

Fólk er smám saman að átta sig á þessum vanda. Hér á landi er Lands­að­gangur sem er stór­pakka­á­skrift bæði að tíma­rita­söfnum og gagna­söfn­um. Hann virkar á öllum IP-­tölum á Íslandi, þannig að við gerum okkur mörg hver illa grein fyrir hvaða bar­átta fer fram í heim­inum fyrir bættum aðgangi að rann­sókn­um, gögnum þeirra og birtum nið­ur­stöð­um. Flestir sem stunda rann­sóknir á Íslandi hafa þó rek­ist á að kom­ast ekki í grein nema gegn gjaldi þrátt fyrir þennan stóra aðgangs­samn­ing sem inni­heldur 22 þús­und tíma­rit og kost­aði okkur Íslend­inga ríf­lega 230 millj­ónir króna árið 2019 sjá www.hvar.is.

Víkjum þá aftur að Alexöndru Elbakyan og tengslum hennar við Aaron Schwartz. Alex­andra sagði eins og Aaron þessu mód­eli stríð á hend­ur, snill­ing­ur­inn sem hún er fann leið fram­hjá greiðslu­veggjum og stofn­aði pírata­síð­una Sci­Hub sem veitir þús­undum aðgang að millj­ónum rann­sókna­greina sem eru læstar í greipum stór­fyr­ir­tækja, m.a. Elsevi­er. Alex­andra býr í Rúss­landi þar sem banda­rísk lög­gjöf nær ekki til hennar en þarf þó að fara huldu höfði þar sem stór­fyr­ir­tækin eru á eftir henni með mál­sóknir til­búnar.

Á þeim skamma tíma sem lið­inn er síðan tíma­ritin breyttu útgáfu­formi sínu frá pappír í pdf (tæp 20 ár) hafa rann­sóknir vís­inda­manna orðið féþúfa banda­rískra og breskra stór­fyr­ir­tækja sem velta millj­örðum Banda­ríkja­dala árlega og halda háskólum föstum í greipum áskrifta að aðgangi í stað kaupa á tíma­rit­um, áskrift að aðgangi tryggir þó ekki að bóka­safnið eigi tíma­ritin og grein­arnar eins og áður var. Um leið og bóka­safnið hættir áskrift, missir það aðgang­inn. Þetta módel þekkjum við öll, þetta er snilldar leið til að græða pen­inga. Hvort sem áskriftin er tón­list (Spoti­fy), sjón­varps­þættir (Net­fl­ix), bækur (Storyt­el) eða vís­inda­legar rann­sókn­ir.

Sann­gjarnt væri seint orð sem hægt er að nota um pakka­á­skriftir stóru útgef­end­anna og það tang­ar­hald sem þeir hafa á háskóla­sam­fé­lag­in­u. Andóf Alexöndru og Sci­Hub hefur samt haft þau áhrif að háskóla­bóka­söfn hafa sum hver tekið þá áhættu að segja upp áskriftum og víða um heim hafa vís­inda­menn ákveðið að snið­ganga tíma­rit stór­fyr­ir­tækja uns sann­gjarn­ari samn­ingar nást

Alex­andra og Aaron eiga það sam­eig­in­legt að hafa brotið sér leið fram­hjá greiðslu­veggj­unum og opnað fyrir aðgang að rann­sóknum fyrir almenn­ing og unga náms­menn víða um heim. Fyrir það eru þau fræg sem Pírata­drottn­ingin og hakk­ar­inn. Fyrir það eru þau hetjur og njóta þess vafa­sama heið­urs að vera ofsótt af banda­rískum yfir­völd­um. Ég full­yrði ekki að leið þeirra sé rétt­læt­an­leg, en kannski er hún skilj­an­leg í ljósi þess fyr­ir­komu­lags sem nú ríkir um eign­ar­hald á rann­sókn­um. Kannski og von­andi hafa aðgerðir Aar­ons og Alexöndru náð að auka skiln­ingi á vanda­mál­inu. Því hver skyldi eiga rann­sóknir íslenskra vís­inda­manna sem stund­aðar eru fyrir opin­bert fé? Er það Elsevi­er, Sage, ProQuest, JSTOR, Wiley, vís­inda­mað­ur­inn eða við öll?