Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum

Það er forvitnilegt að kynna sér hvað önnur Evrópulönd eru að gera varðandi opinn aðgang að fræðilegu efni. Í nýlegri grein er fjallað um stefnu Breta varðandi opinn aðgang að fræðilegum bókum sem styrktar eru af UKRI – UK Research and Innovation funding council.

UKRI kynnti nýjustu stefnu sína um opinn aðgang 6. ágúst 2021. Stefnan tekur til allra rannsókna sem ráðið styrkir og er stórt skref í átt til opins aðgang innan fræðasamfélagsins. Frá 1. janúar 2024 eiga öll fræðirit að vera gefin út í opnum aðgangi þó að eins árs birtingatöf sé leyfð. Lesa áfram „Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum“

Skýrsla frá IAP um rányrkjutímarit og ráðstefnur

Út er komin skýrsla á vegum IAP (The InterAcademy Partnership) Science, Health, Policy sem ber heitið „Combatting Predatory Academic Journals and Conferences“ eða „Baráttan við rányrkjutímarit og ráðstefnur“. Útdráttur skýrslunnar er sannarlega verðug lesning fyrir alla rannsakendur og tengist einnig umræðunni um opinn aðgang.

Í skýrslunni kemur fram að svokölluð rányrkju- eða gervitímarit eru talin vera yfir 15.500 talsins. Kveikjan að bæði rányrkjutímaritum og ráðstefnum af sama toga eru hagnaðarsjónarmið en ekki fræðimennska. Falast er eftir greinum/útdráttum frá rannsakendum með aðferðum sem nýta sér þann þrýsting sem er á fræðimenn að gefa út og birta sem mest.

Lesa áfram „Skýrsla frá IAP um rányrkjutímarit og ráðstefnur“

Breskir háskólar og stefnur um opinn aðgang

Kings College, Cambridge

Háskólinn í Edinborg gaf út nýja stefnu varðandi rannsóknarafurðir og höfundarétt í september 2021 fyrir rannsakendur sína sem  tók gildi 1. janúar 2022: Research Publications & Copyright Policy.

Háskólinn í Cambridge setti sömuleiðis nýverið af stað tilraunaverkefni, Rights retention pilot, til eins árs sem felur að mestu leyti í sér sömu stefnu og hjá Háskólanum í Edinborg. Verkefnið hófst  1. april 2022 og stendur til 31. mars 2023 og verður þá endurskoðað. Haft var til viðmiðunar n.k. sniðmát frá Harvard University en þar hafa yfirlýsingar um varðveislu réttinda akademískra höfunda verið við lýði síðan 2008.

Háskólarnir fara m.a. fram á að höfundar láti eftirfarandi klausu fylgja handriti sínu: „For the purpose of open access, the author has applied a Creative Commons Attribution (CC BY) licence to any Author Accepted Manuscript version arising from this submission“.