Háskólinn Uniarts í Helsinki og útgáfa í opnum aðgangi

Listaháskólinn University of the Arts Helsinki (Uniarts) leggur áherslu á gagnsæi.

Háskólinn vill með útgáfu sinni auka aðgengi að listrænni þekkingu og rannsóknum sem gerðar hafa verið með opinberum stuðningi og varpa ljósi á hlutverk sitt sem auðlind sem stuðlar að umbótum í samfélaginu.

Uniarts Helsinki hefur skrifað undir eftirfarandi yfirlýsingu: Declaration for Open Science and Research 2020-2025.

Skólinn hefur skipað starfshóp um opin vísindi og rannsóknir til að stuðla að opnu aðgengi og gagnsæi. Formaður hópsins er aðstoðarrektor háskólans og ber jafnframt ábyrgð á rannsóknum.

Útgáfustefna Uniarts Helsinki um opinn aðgang

OA stefna Uniarts nær til rannsakenda, starfsmanna og nemenda  við Listaháskólann. Útgáfa efnis við skólann er í eðli sínu bæði vísindaleg og listræn. Útgáfa efnis við skólann er í eðli sínu bæði vísindaleg og listræn.

Lesa áfram „Háskólinn Uniarts í Helsinki og útgáfa í opnum aðgangi“

Opin aðgangur og sjálfstæðir rannsakendur

Hér fyrir neðan má sjá erindi sem Sigurgeir Finnsson upplýsingafræðingur flutti á afmælismálþingi Reykjavíkurakademíunnar, föstudaginn 4. nóvember 2022. Erindið bar yfirskriftina „Opinn aðgangur? Útgáfa, kostnaður og aðgangur að vísindaefni“. Þar kemur Sigurgeir inn á hvernig opinn aðgangur snýr að sjálfstæðum rannsakendum.

COVID rannsóknir opnar – en hversu lengi?

Covid research articles and paywallsSumir halda því fram að vísindagreinar sem gerðar voru aðgengilegar ókeypis meðan á heimsfaraldrinum stóð séu að einhverju leyti að hverfa á bak við gjaldveggi (e. paywalls). Svo virðist þó ekki vera – ennþá…

Í upphafi COVID-19 heimsfaraldursins brugðust útgefendur vísindatímarita skjótt við og gerðu rannsóknir sem tengdust faraldrinum aðgengilegar ókeypis – tímabundið að minnsta kosti. Rannsóknir í tengslum við sjúkdóminn eða vírusinn SARS-CoV-2 yrðu ókeypis „að minnsta kosti meðan faraldurinn varir,“  eins og fram kom í yfirlýsingu útgefenda áskriftatímarita 31. janúar 2020, einungis degi eftir að  Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að nýi kórónaveirufaraldurinn væri bráð ógn við lýðheilsuna sem varðaði þjóðir heims.

Nú er heimsfaraldurinn á þriðja ári og fregnir berast um að nú líði að lokum ókeypis aðgangs að COVID-19 rannsóknum. Ef svo er, bendir það til þess að útgefendur hafi ákveðið að COVID-19 neyðarástandinu sé lokið áður en heilbrigðisyfirvöld heimsins hafa gert það. En er svo í raun?

Richard Van Noorden, ritstjóri hjá tímaritinu Nature kynnti sér málið. (Þess má geta að fréttateymi Nature er ritstjórnarlega óháð Springer Nature, útgefanda þess.) Lesa áfram „COVID rannsóknir opnar – en hversu lengi?“