Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?

Guðrún Þórðardóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, Landbúnaðarháskóla Íslands
Greinin birtist upphaflega í Kjarnanum, 20. október 2020.

Allir þeir sem stunda nám og rann­sóknir á fram­halds­stigi þurfa að leita sér heim­ilda um þau efni sem verið er að kynna sér í það og það skipt­ið. Nú á tímum búum við svo vel að heilir heimar af þekk­ingu eru opnir og bíða til­búnir eftir að við kynnum okkur þá. En ef við erum ekki sátt við annað en við­ur­kennd vís­indi rekur okkur oft í rogastans. Ef við höfum hug á að kynna okkur nýj­ustu þekk­ingu þá rek­umst við á vegg.

Greinin sem okkur langar til að lesa kostar pen­inga og oft þó nokkuð háar upp­hæð­ir. 

Þetta und­ar­lega kerfi hefur verið við lýði um ára­tugi, vís­inda­leg þekk­ing er lok­uð á bak við múr sem við þurfum að borga fyrir að kom­ast yfir.

Hvernig virkar þetta eig­in­lega? Tökum smá dæmi til útskýr­ing­ar. Verið er að leggja veg fyrir skatt­pen­ing­ana okk­ar. Ráð­gjafa­fyr­ir­tæki með fram­kvæmd­unum inn­heimtir gjald hjá starfs­fólki sínu fyrir að taka þátt í verk­efn­inu í stað þess að borga þeim laun. Eft­ir­lits­menn með að veg­ur­inn stand­ist reglur og staðla fá heldur ekki laun. Ef að þú skatt­greið­andi góður vildir ferð­ast eftir veg­inum yrðir þú að borga annað hvort árgjald uppá hund­ruð þús­unda eða þá háar fjár­hæðir fyrir ein­stakar ferð­ir.

Auð­vitað erum við ekki að tala um vega­gerð heldur er þetta staðan eins og hún er innan vís­inda­rann­sókna og hvernig nið­ur­stöðum þeirra er dreift í vís­inda­legri útgáfu. ­Vís­inda­menn fá ekki greitt fyrir að skrifa greinar í tíma­rit heldur þurfa þeir oft að borga fyrir að fá skrif sín birt. Þetta þýðir að fyr­ir­tæki sem stofnuð voru til að birta og dreifa vís­inda­grein­um, fyr­ir­tæki eins og Elsevier og Sprin­ger Nat­ure, hafa náð að hagn­ast gríð­ar­lega með því að nýta sér vinnu sér­fræð­inga sem flestir þiggja laun sín af almannafé til að setja svo verð­miða að eigin vali á afurð­irn­ar. Aðrir við­ur­kenndir vís­inda­menn sem sjá um lesa yfir og rit­rýna greinar til að tryggja að þær stand­ist vís­inda­legar kröfur fá heldur ekki borgað fyrir sína vinnu. Vís­inda­menn­irnir fá svo að launum ýmis­legt titla­tog, fram­gang í starfi, þykja merki­legri vís­inda­menn og fá greið­ari aðgang að opin­berum sjóðum til að stunda frek­ari rannsókn­ir. En ekki aðgang að eigin verkum nema að borga fyr­ir.

Til að kór­óna þetta allt saman þurfa háskólar og aðrar rann­sókna­stofn­anir að greiða árlega hund­ruð þús­unda króna í áskrift­ar­gjöld til að starfs­menn og nem­endur geti hlaðið niður og nýtt sér þá þekk­ingu sem þarna birt­ist. Þeir sem ekki hafa aðgang í gegnum áskrift þurfa að borga sinn 5000 kall til að eign­ast hana í raf­rænni útgáfu.

Að vísu njótum við hér á Íslandi stór­kost­legra for­rétt­inda sem eru Lands­að­gangur að erlendum tíma­ritum og gagna­söfn­um. ­Fæstir gera sér grein fyrir að allar vís­inda­grein­arn­ar, sem opn­ast eins og fyrir töfra þegar leitað er í leit­ar­vél­um, eru greiddar dýru verði af íslenska rík­inu, háskólum og rann­sókna­stofn­unum sem flestar eru reknar af almanna­fé.

Þetta fram­lag íslenska rík­is­ins dugar samt ekki til, fyr­ir­tækin hanna pakka með mörg þús­und titlum af efni sem Lands­að­gangur verður að taka eða hafna. Þar inni er fullt af tíma­ritum sem eng­inn á Íslandi lítur nokkurn tím­ann í en einnig heil­mörg sem frá­bært er að hafa aðgang að. ­Yf­ir­leitt er nýjasta efnið lokað 1-3 ár svo þá þarf að taka upp veskið ef áhugi er fyrir hendi að fylgj­ast með nýj­ungum í sinni grein. Einnig er efni eldra en frá 1995 lokað og læst og aðgangur að greinum verð­lagður eftir því.

Bar­átt­uglaðir bóka­safns­fræð­ingar í ýmsum löndum stofn­uðu til vit­und­ar­vakn­ingar um þetta kerfi fyrir mörgum árum. Nú er svo komið að fjöldi stofn­ana í ýmsum löndum hafa tekið slag­inn og sagt upp samn­ingum við gróða­fyr­ir­tækin og lýst yfir að birta eigi rann­sókn­ar­gögn og rann­sókn­ar­nið­ur­stöður í opnum aðgangi. Má þar nefna fyr­ir­brigði sem nefnt hefur verið cOA­Lition S, þar sem rann­sókna­stofn­anir frá 11 Evr­ópu­ríkjum hafa sam­þykkt að: „frá og með 2021 verður að birta allar vís­inda­greinar og nið­ur­stöður rann­sókna sem eru styrktar eru af opin­berum eða einka­reknum styrkjum frá inn­lend­um, svæð­is­bundnum og alþjóð­legum rann­sókna­ráðum og fjár­mögn­un­ar­stofn­unum í tíma­ritum í opnum aðgangi eða gera þær strax aðgengi­legar í opnu varð­veislu­safn­i.“ Svo þar fór sjens­inn að kom­ast á for­síðu Nat­ure eða Sci­ence.

Einnig hafa fjöl­margar rann­sókna­stofn­anir á Norð­ur­lönd­unum sagt upp samn­ingum við Elsevier og fleiri útgáfurisa, einnig hafa þýskir háskólar verið mjög bar­átt­uglaðir í stríð­inu fyrir opnum aðgangi að vís­inda­nið­ur­stöð­u­m. 

Á Íslandi hefur þetta andóf ekki kom­ist uppá yfir­borðið enn­þá, margir íslenskir vís­inda­menn eru enn veikir fyrir dýru, flottu tíma­rit­unum með háan áhrifa­stuð­ul. Ef ég þarf að borga 2000 doll­ara fyrir að birta grein­ina mína hlýtur hún að vera betri en ef hún birt­ist í opnum aðgangi virð­ist enn vera hugs­un­ar­hátt­ur­inn.

En allir hljóta að sjá að opið aðgengi að alvöru vís­indum hefur aldrei verið nauð­syn­legra en einmitt núna þegar alls kyns kjaftæði flæðir yfir heim­inn.