Þrjár einfaldar leiðir til að þróa stefnu um opin vísindi

Dr. Heidi Sebold og Sander Bosch hafa sett saman leiðbeiningar/tillögur varðandi hvernig má þróa stefnu um opin vísindi fyrir stofnanir. Leiðbeiningarnar urðu til í vikulangri vinnustofu (Open Science Retreat 2024)  um opin vísindi í byrjun apríl 2024 í Hollandi.

      1. Þróa stefnu um afraksturinn  fyrst og sameina hana stefnu um opin vísindi síðar.
      2. Stefna snýst um „hvað“ og „afhverju“. „Hvernig“ á heima annars staðar, t.d. í leiðbeiningum.
      3. Ekki byrja á stefnunni sjálfri, heldur á leiðbeiningunum.

Um nánari útfærslu á þessum þremur tillögum má lesa hér:
Three simple rules for creating Open Science Policies.

Dr. Heidi Sebold er frumkvöðull á sviði opinna vísinda og sjálfstæður rannsakandi.
Sander Bosch er umsjónarmaður opinna vísinda við Vrije Universiteit, Amsterdam. 

Bill og Melinda Gates Foundation: Breytt stefna

Sjóðurinn Bill & Melinda Gates Foundation kynnti á dögunum nýja stefnu sína varðandi opinn aðgang. Stefnan byggir á þremur lykilatriðum:

      • Hætt verður að greiða APC gjöld (Article Processing Charges) við birtingu tímaritsgreina
      • Styrkþegum sjóðsins ber skylda til að birta vinnu sína sem forprent (preprints)
      • Sjóðurinn skuldbindur sig til að styðja opna vísindainnviði

Þessari stefnubreytingu er fagnað og hún endurspeglar vaxandi samstöðu innan fræðasamfélagsins.

Nánar hér: The Open Access rising tide: Gates Foundation ends support to Article Processing Charges.

Edinborgarháskóli og stefna um varðveislu réttinda

Einn af fyrirlesurum sem fengnir voru til að flytja erindi í viku opins aðgangs 2023 var Dominic Tate, forstöðumaður rannsóknaþjónustu við Edinborgarháskóla. Erindi hans hét „Rights Retention Policy at the University of Edinburgh, a review of the first 18 months“ og fjallaði eins og heitið gefur til kynna um varðveislu réttinda rannsakenda við Edinborgarháskóla – reynsla fyrstu 18 mánaða. Kveikjan að þeirra stefnu kom frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Það er forvitnilegt að skoða hvaða leiðir Edinborgarháskóli (og raunar fleiri háskólar í Bretlandi) hafa farið í þessum efnum.

Glærurupptaka.