SciELO -Scientific electronic library online – er 25 ára. Af því tilefni er komin út bókin We so loved open access. Að sjálfsögðu í opnum aðgangi.
SciELO var stofnað seint á tíunda áratugnum þegar hugmyndin um ókeypis aðgang að fræðilegu efni fór að taka á sig mynd, jafnvel áður en hugtakið „opinn aðgangur“ kom til sögunnar.
Á þeim tíma var aðgangur að fræðiritum takmarkaður og kostnaðarsamur, bundinn við háskólabókasöfn og þau rit/tímarit sem bókasöfnin voru áskrifendur að.