Greinasafn fyrir flokkinn: Rannsóknir

Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni

Spánn hyggst að gera umbætur á rannsóknamati sínu fyrir vísindamenn. Það er ANECA – La Agencia Nacional de Evaluación y Acreditación sem sett hefur fram nýjar tillögur.

Endurskoðun rannsóknamats á Spáni

Hingað til hefur einungis verið miðað við birtingu greina í tímaritum með háan áhrifastuðul þegar vísindamenn eru metnir með tilliti til starfsframa. Samkvæmt nýju tillögunum verða rannsakendur metnir á mun fjölbreyttari hátt og hvattir til að birta niðurstöður sínar í opnum aðgangi.
Lesa áfram Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni

Um sóun í rannsóknum og „brotin“ vísindatímarit

Vert er að benda á tvö mjög áhugaverð málþing sem fram fóru nýlega á netinu undir hatti ráðstefnunnar Metascience 2023.

Reducing Research Waste Across Sciences
Upptaka hér.

„Academic journals are broken. Let’s build a better scientific record“
Upptaka hér.

Nánar um málþingin:

Lesa áfram Um sóun í rannsóknum og „brotin“ vísindatímarit

Rannsakendur: Varðveitið réttindi ykkar

Ritrýnd handrit rannsakenda (postprint/AAM – author accepted manuscript) eru ykkar sköpun, ykkar verk. Ekki gefa það frá ykkur.

Myndbandið hér fyrir neðan frá cOAlitionS sýnir hvernig rannsakendur og vísindamenn geta varðveitt réttindi sín og tryggt opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum sínum.

Hjálpargögn frá cOAlitionS