Mikið af fróðlegu efni varð til í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023.
Á meðal fyrirlesara sem fram komu á viðburðum vikunnar, var Helgi Sigurbjörnsson, upplýsingafræðingur á Bókasafni Menntavísindasviðs HÍ en hann hélt erindi sem bar heitið „Að bera kennsl á rányrkjutímarit“.
Fyrirlesturinn var einkar fróðlegur og leiðbeiningar og fróðleikur sem þar kom fram ætti í raun að vera skyldulesefni/áhorf hvers einasta rannsakanda. Helgi ræddi þar um hvað bæri að varast, eftir hverju ætti að líta og gaf einkar greinargott yfirlit yfir þetta fyrirbæri sem á ensku heitir „predatory journals“.