DASH – Digital Access to Scholarship at Harvard er gagnasafn frá Harvard sem varðveitir greinar og efni eftir fræðimenn skólans; efni sem þeir hafa valið að gera aðgengilegt í opnum aðgangi. Gagnasafnið er hýst af bókasafni Harvard háskóla. Í flestum tilvikum gildir höfundaleyfið CC BY 4.0 sem þýðir að allir mega aðlaga efnið að vild og deila ef þess er gætt að geta höfundar og hvaðan efnið kemur.
Það sem er bæði skemmtilegt og sérstakt við þetta gagnasafn, er að höfundar efnis hafa aðgang að mælingum sem varða eftirspurn og einnig endurgjöf lesenda þar sem þeir segja frá hvernig efnið hefur nýst þeim, sjá DASH Stories. Hægt er að smella á hvaða land sem er. Endurgjöf notenda er alls ekki skylda en þó hafa nokkur þúsund manns látið þakklæti sit tí ljós með þessum hætti. Lesa áfram „Gagnasafnið DASH frá Harvard“