Greinasafn fyrir merki: Demanta opinn aðgangur

Hvað er demanta opinn aðgangur?

Mynd fengin héðan

UNESCO hefur gefið út lýsingu á slíkum aðgangi og röksemdafærslu fyrir honum: Diamond open access

Hvað er demanta opinn aðgangur?
Diamond Open Access (Diamond OA) er samfélagsdrifið, óhagnaðardrifið módel fræðilegrar útgáfu án fjárhagslegra hindrana fyrir höfunda og lesendur. Með slíkum aðgangi er efnið aðgengilegt ókeypis á netinu og hvorki um að ræða áskriftargjöld fyrir lesendur né kostnað við vinnslu greina (e. APC – article processing charge) fyrir höfunda.

Helstu eiginleikar demantaaðgangs:
Demanta opinn aðgangur er oft fjármagnaður af akademískum stofnunum, fræðasamfélögum eða rannsóknarnetum. Lögð er áhersla á heiðarleika, gagnsæi og samvinnu framar hagnaði.

Demanta opinn aðgangur styður ólík tungumál og menningarleg sjónarmið, stuðlar að fjölbreytileika efnis og gerir kleift að deila þekkingu þvert á tungumála- og menningarmörk.

Demanta opinn aðgangur stuðlar að rannsóknum án mismununar með því að útrýma gjöldum. Það gerir vísindamönnum á efnaminni svæðum kleift að taka þátt og þannig styður aðgangurinn sjálfbær þróunarmarkmið (SDG) Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar hér: https://www.unesco.org/en/diamond-open-access

Hollendingar og demantaleiðin

Í Hollandi er hafið verkefnið „Enhancing Diamond Open Access in the Netherlands“ til að efla og styrkja fræðilega útgáfu á vegum bókasafna og annarra, sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Þetta verkefni er í samræmi við skýrsluna „Versterking ondersteuning van diamant open access in Nederland“ á vegum hollensku háskólanna (UNL).

Þessi ráðstöfun er í takt við markmiðin sem sett eru fram í metnaðarfullri áætlun National Plan Open Science 2030, þar sem áhersla er lögð á fjárfestingar í opnum innviðum til að hlúa að vistkerfi fræðilegra samskipta.

Erasmus háskólinn í Rotterdam leiðir verkefnið í samvinnu við UKB* og UNL og er markmiðið að  styrkja demantaleiðina (Diamond Open Access -DOA) með samþættri nálgun, þar á meðal að koma á fót innlendri miðstöð sérfræðinga, efla getu á vettvangi DOA útgáfu og innleiða mælingar á henni.

*UKB er samstarfsvettvangur hollenskra háskólabókasafna og The Royal Library of the Netherlands.

Alþjóðleg ráðstefna nr. 2 um Diamond Open Access

Komin er út skýrsla um alþjóðlega ráðstefnu nr. 2 um  Diamond Open Access,  sem haldin var 25. – 26. október 2023 í Toluca, Mexíkó. Ráðstefnuna héldu Science Europe, COAlition S, OPERAS og franska rannsóknamiðstöðin (ANR) og var hún jafnframt hluti vikulangs alþjóðlegs þings um Diamond Open Access 23. – 27. október.

Á þessu alþjóðlega þingi komu saman 688 þátttakendur frá 75 löndum; þar á meðal vísindamenn, ritstjórar, fulltrúar háskóla, aðilar frá stofnunum sem fjármagna rannsóknir, fulltrúar bókasafna, fræðafélaga og stefnumótendur.
Lesa áfram Alþjóðleg ráðstefna nr. 2 um Diamond Open Access