Greinasafn fyrir flokkinn: Vika opins aðgangs

Alþjóðleg vika opins aðgangs 2025 – Hver á þekkinguna?

Dagana 20.–26. október stendur yfir Alþjóðleg vika opins aðgangs undir yfirskriftinni Hver á þekkinguna? (e. Who Owns Our Knowledge?). Dagskráin er í formi hlaðvarpsþátta þar sem opinn aðgangur er ræddur út frá ólíkum sjónarhornum:

🎧 Að deila sköpun – Opinn aðgangur og listrannsóknir
Um höfundarétt, tækifæri og áskoranir í listum og áhrif gervigreindar. Viðmælendur frá LHÍ.

🎧 Demanta opinn aðgangur á Norðurlöndum
Um samstarf á Norðurlöndum við að styðja sjálfbæra útgáfu í opnum aðgangi.

🎧 Næsta kynslóð rannsóknainnviða
Um Scite.ai, gagnrýna hugsun og hvernig bókasöfn styðja notkun gervigreindar í rannsóknum.

🎧 Open Access Publishing: Human Right vs. Monetised Commodity
Um þróun opins aðgangs og áskoranir sem fylgja hagræddri útgáfu.

📅 Málstofa 22. október kl. 12–14
Rafrænt málþing NDSN um gagnahirðingu á Norðurlöndum. Skráning hér.

🎧 Hlustaðu á hlaðvörpin hér á openaccess.is

Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024

 

 

 

Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024 var haldin dagana 21.-27. október. Þema vikunnar var hið sama og árið 2023:   „Samfélag fram yfir markaðsvæðingu“  (e. Community over Commercialization).

Dagskrá var öllum opin. Rannsakendur og doktorsnemar voru sérstaklega hvattir til að nýta sér kynningarnar. Hér fyrir neðan má sjá glærur og upptökur frá kynningum vikunnar: Lesa áfram Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024

Að bera kennsl á rányrkjutímarit – upptaka og glærur

Mikið af fróðlegu efni varð til í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023.

Á meðal fyrirlesara sem fram komu á viðburðum vikunnar, var Helgi Sigurbjörnsson, upplýsingafræðingur á Bókasafni Menntavísindasviðs HÍ en hann hélt erindi sem bar heitið „Að bera kennsl á rányrkjutímarit“.

Fyrirlesturinn var einkar fróðlegur og leiðbeiningar og fróðleikur sem þar kom fram ætti í raun að vera skyldulesefni/áhorf hvers einasta rannsakanda. Helgi ræddi þar um hvað bæri að varast, eftir hverju ætti að líta og gaf einkar greinargott yfirlit yfir þetta fyrirbæri sem á ensku heitir „predatory journals“.