Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni

Spánn hyggst að gera umbætur á rannsóknamati sínu fyrir vísindamenn. Það er ANECA – La Agencia Nacional de Evaluación y Acreditación sem sett hefur fram nýjar tillögur.

Endurskoðun rannsóknamats á Spáni

Hingað til hefur einungis verið miðað við birtingu greina í tímaritum með háan áhrifastuðul þegar vísindamenn eru metnir með tilliti til starfsframa. Samkvæmt nýju tillögunum verða rannsakendur metnir á mun fjölbreyttari hátt og hvattir til að birta niðurstöður sínar í opnum aðgangi.
Lesa áfram „Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni“