Um tengsl opins aðgangs og CC birtingaleyfa í ljósi höfundaréttar

Ein af þeim vefkynningum (e. webinars) sem fram fóru í viku opins aðgangs í október 2023 var „Open Access and Creative Commons licences in the light of Copyright„. Þar fjallaði Rasmus Rindom Riise frá Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn, um tengsl opins aðgangs, CC birtingaleyfa og höfundaréttar.
Þetta er án efa eitt þeirra atriða sem vefjast fyrir rannsakendum en jafnframt mjög mikilvægt að skilja þessi tengsl.

Bæði glærur og upptaka er í boði frá þessari kynningu og ástæða til að hvetja rannsakendur til að kynna sér málið.

 

 

 

 

 

Opin vísindi og Carnegie Mellon University í Pittsburgh, PA

Carnegie Mellon háskólinn í Pittsburgh, Pennsylvaníu (USA) hélt  málþing um opin vísindi í byrjun  nóvember 2023, „Open Science Symposium 5 years later„. Það er áhugavert að skoða hvað hefur gerst hefur hjá þessum einkarekna rannsóknaháskóla á undanförnum fimm árum með tilliti til opinna vísinda. Skólinn er álíka stór og Háskóli Íslands, með um 14.500 nemendur og  yfir 1300 starfsmenn.

Málþingið skiptist í fjóra hluta, þar af eru þrír þeirra á upptökunni hér fyrir neðan:

      1. Open Science in Research and Learning
      2. Open Science & Communities
      3. Impact of Policies

Fjallað er um mýmörg atriði sem falla undir opin vísindi og álitamál þeim tengdum.